„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. desember 2021 20:30 „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi,” segir Maria Eismont, lögmaður mannréttindasamtakanna Memorial. AP/AP Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin. Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira
Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin.
Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48