Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2021 14:00 Guðmundur Felix Grétarsson kom til landsins fyrr í mánuðinum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Vísir/Vilhelm Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu. Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur. Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur.
Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00