Hrekkjalómur hrærður yfir Verbúð Ísak Hinriksson skrifar 28. desember 2021 10:30 Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum.
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar