Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 18:26 Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í veðurblíðunni dag. Stöð 2/Egill Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira