TikTok vinsælasta vefsíða ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 14:27 Samfélagsmiðillinn TikTok var vinsælasta vefsíða ársins. Getty Images Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust. TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust.
TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00
Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30