Stoðsending til velferðarmála Björn Bjarki Þorsteinsson og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 23. desember 2021 08:00 Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun