Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 18:30 Bolli Þórsson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd Samsett Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum
Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11