Konur sem elska karlmenn Elín Jósepsdóttir skrifar 21. desember 2021 15:00 Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun