„Hjartað réð för“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:29 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Visir/Vilhelm Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07