Robbi Gunn: Dýru menn Vals eru komnir upp við vegg og þurfa að spýta í lófana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 14:30 Róbert Gunnarsson segir að ungu strákarnir séu búnir að koma stórstjörnum Valsliðsins í nýja stöðu. Þeir þurfa að koma sterkir inn ætli þeir sér að slá þá ungu út úr byrjunarliðinu. S2 Sport Valsmenn hafa komið sér í gegnum meiðsli lykilmanna sinna með því að treysta á framlag frá ungum og stórefnilegum leikmönnum sínum. Í jólaþætti Seinni bylgjunnar ræddu sérfræðingarnir framhaldið og hvort að stórstjörnurnar kæmust bara aftur í liðið hjá Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara. Seinni bylgjan fór yfir nokkrar sögulínur úr Olís deild karla í síðasta þætti sínum fyrir jóla- og EM-frí. Þegar kom að Valsmönnum þá rifjuðu menn upp myndina frægu af Hvolpasveit Valsmanna en Valsliðið hélt áfram að vinna leiki þrátt fyrir að missa stórstjörnurnar Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smára Jónsson í meiðsli og veikindi. S2 Sport Bjarni Fritzson var ánægður með innkomu Hvolpsveitarinnar í lið Íslandsmeistaranna. „Þeir eru búnir að vera ferskur blær inn í deildina. Eru þið ekki sammála því,“ spurði Bjarni Fritzson hina sérfræðingana í sófanum. „Þetta eru svona gæjar sem stíga alltaf upp á stóru mómentunum, Robbi, Aggi og Maggi, en eru kannski ekki alltaf að nenna þessu yfir tímabilið. Núna eru þessi ungu komnir inn og eru bara á milljón. Ef þeir ætla að spila og ná stöðunum sínum aftur þá er ekkert í boði að vera á hálfum hraða,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Ég er ekkert viss um það að ef ég væri Snorri að þessir ‚gömlu góðu' væru fyrstir á blað hjá mér,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Við höfum verið að tala um þessa breidd sem er svo mikilvæg í úrslitakeppninni. Nú er Snorri búinn að búa til breidd með þessum meiðslum af því að þessir ungu strákar hafa fengið stærra hlutverk. Núna er auðvelt fyrir Snorra að hvíla Robba, Magga og þessa stráka í tuttugu mínútur í leik,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan: Sögulínur Valsliðsins „Þetta er samt ekkert auðvelt hjá honum því hann getur ekki farið að henda stjörnunum upp í stúku. Þetta er ekkert létt,“ sagði Róbert. „Þetta er vandmeðfarið. Að kalla þetta að við séum að hvíla þá held ég að sé bara ekki rétt. Það eru bara einhverjir aðrir að skila og eru bara betri. Þess vegna ertu á bekknum. Núna getur hann sagt 3. janúar: Besti maðurinn spilar. Þetta er bara samkeppni. Þá kemur einhver geggjaður andi í liðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Sérfræðingarnir spjalla.S2 Sport „Æfingarnar hjá þeim verða örugglega trylltar þegar þessir gæjar eru komnir á gólfið aftur,“ sagði Theodór. „Kjúllarnir eru svo góðir í handbolta og þeir eru líka að vinna leiki og þeir eru að taka leiki yfir. Þeir eru að skila í bikarúrslitum eða í stórum leikjum,“ sagði Bjarni. „Þessir dýru menn hjá Val eru komnir upp við vegg. Þeir þurfa bara að spýta í lófana,“ sagði Róbert. Það má sjá allt spjallið um Valsmenn hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Seinni bylgjan fór yfir nokkrar sögulínur úr Olís deild karla í síðasta þætti sínum fyrir jóla- og EM-frí. Þegar kom að Valsmönnum þá rifjuðu menn upp myndina frægu af Hvolpasveit Valsmanna en Valsliðið hélt áfram að vinna leiki þrátt fyrir að missa stórstjörnurnar Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smára Jónsson í meiðsli og veikindi. S2 Sport Bjarni Fritzson var ánægður með innkomu Hvolpsveitarinnar í lið Íslandsmeistaranna. „Þeir eru búnir að vera ferskur blær inn í deildina. Eru þið ekki sammála því,“ spurði Bjarni Fritzson hina sérfræðingana í sófanum. „Þetta eru svona gæjar sem stíga alltaf upp á stóru mómentunum, Robbi, Aggi og Maggi, en eru kannski ekki alltaf að nenna þessu yfir tímabilið. Núna eru þessi ungu komnir inn og eru bara á milljón. Ef þeir ætla að spila og ná stöðunum sínum aftur þá er ekkert í boði að vera á hálfum hraða,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Ég er ekkert viss um það að ef ég væri Snorri að þessir ‚gömlu góðu' væru fyrstir á blað hjá mér,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Við höfum verið að tala um þessa breidd sem er svo mikilvæg í úrslitakeppninni. Nú er Snorri búinn að búa til breidd með þessum meiðslum af því að þessir ungu strákar hafa fengið stærra hlutverk. Núna er auðvelt fyrir Snorra að hvíla Robba, Magga og þessa stráka í tuttugu mínútur í leik,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan: Sögulínur Valsliðsins „Þetta er samt ekkert auðvelt hjá honum því hann getur ekki farið að henda stjörnunum upp í stúku. Þetta er ekkert létt,“ sagði Róbert. „Þetta er vandmeðfarið. Að kalla þetta að við séum að hvíla þá held ég að sé bara ekki rétt. Það eru bara einhverjir aðrir að skila og eru bara betri. Þess vegna ertu á bekknum. Núna getur hann sagt 3. janúar: Besti maðurinn spilar. Þetta er bara samkeppni. Þá kemur einhver geggjaður andi í liðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Sérfræðingarnir spjalla.S2 Sport „Æfingarnar hjá þeim verða örugglega trylltar þegar þessir gæjar eru komnir á gólfið aftur,“ sagði Theodór. „Kjúllarnir eru svo góðir í handbolta og þeir eru líka að vinna leiki og þeir eru að taka leiki yfir. Þeir eru að skila í bikarúrslitum eða í stórum leikjum,“ sagði Bjarni. „Þessir dýru menn hjá Val eru komnir upp við vegg. Þeir þurfa bara að spýta í lófana,“ sagði Róbert. Það má sjá allt spjallið um Valsmenn hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira