„Var bara nógu spenntur og vitlaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2021 10:30 Hilmar og Rafn fóru upp hæsta klifurvegg heims á dögunum. Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum. Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira