Grípa ekki til aðgerða vegna deilna um „Zolo“ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2021 08:22 Rekstur City Bikes gengur út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Zolo Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum. Á vef Neytendastofu segir að í kvörtun Zolo og dætra sé rakið að félagið telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði hins vegar því sem fram kom í kvörtun Zolo á dætra og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd. Zolo og dætur rekur verslun í Keflavík og netverslunina ilmoliulampar.is með vöruframboð yfir tvö hundruð gerða af ilmolíum og ilmkjarnaolíum, ásamt fjölda tegunda ilmolíulampa. Rekstur City Bikes gengur hins vegar út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Neytendastofa taldi í ákvörðun sinni nauðsynlegt að horfa til og styðjast við heildarmat á því hvort hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum vegna líkinda auðkennanna. „Starfsemin væri að mati Neytendastofu ólík sem og framboð á vörum og þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita viðskiptavinum sínum. Þá væru myndmerki fyrirtækjanna talsvert ólík sem og firmaheiti þeirra. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði sem og markhópi leiddi til þeirrar niðurstöðu stofnunarinnar að þrátt fyrir notkun á sama heitinu „ZOLO“ í einhverri mynd þá væri ekki hætta á ruglingi. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu,“ segir á síðu Neytendastofu. Höfundarréttur Rafhlaupahjól Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að í kvörtun Zolo og dætra sé rakið að félagið telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði hins vegar því sem fram kom í kvörtun Zolo á dætra og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd. Zolo og dætur rekur verslun í Keflavík og netverslunina ilmoliulampar.is með vöruframboð yfir tvö hundruð gerða af ilmolíum og ilmkjarnaolíum, ásamt fjölda tegunda ilmolíulampa. Rekstur City Bikes gengur hins vegar út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Neytendastofa taldi í ákvörðun sinni nauðsynlegt að horfa til og styðjast við heildarmat á því hvort hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum vegna líkinda auðkennanna. „Starfsemin væri að mati Neytendastofu ólík sem og framboð á vörum og þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita viðskiptavinum sínum. Þá væru myndmerki fyrirtækjanna talsvert ólík sem og firmaheiti þeirra. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði sem og markhópi leiddi til þeirrar niðurstöðu stofnunarinnar að þrátt fyrir notkun á sama heitinu „ZOLO“ í einhverri mynd þá væri ekki hætta á ruglingi. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu,“ segir á síðu Neytendastofu.
Höfundarréttur Rafhlaupahjól Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira