Hagur húsfélaga að framlengja átakið Allir vinna Daníel Árnason skrifar 17. desember 2021 11:30 Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19. Algengast er að um sé að ræða tafir á vinnuþættinum hjá verktökum vegna fjarvista erlends starfsfólks, s.s. vegna smit- og sóttvarna. Áhrifa COVID-19 gætir einnig í vaxandi mæli á ýmis aðföng vegna viðhalds- og byggingarframkvæmda, s.s. á framleiðslu erlendis og flutninga. Fjölmörg dæmi eru um það hjá húsfélögum sem eru í þjónustu hjá okkur að framkvæmdum, sem átti að ljúka í haust, hafi verið slegið á frest til vors 2022 af þessum orsökum. Aðdragandi framkvæmda hjá húsfélögum er umtalsverður, bæði öflun tilboða og samþykktarferlið. Eðlilega verðum við því vör við gremju hjá stjórnum húsfélaga sem eru lent í þessari stöðu, enda allt útlit er fyrir að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir raskist með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir eigendur, fari svo að ALLIR VINNA ljúki nú um áramótin. Efnt var til átaksins sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum COVID-19 á efnahagslífið. Kórónuveirufaraldurinn er langt frá því að vera yfirstaðinn og því er full þörf á að framlengja átakið að okkar mati. Átakið hófst í mars 2020 og það hefur haft mikil og jákvæð áhrif fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í fjöleignarhúsum. Húsfélög í mörgum eldri fjöleignarhúsum hafa ráðist í tímabært viðhald og endurbætur, beinlínis vegna minni kostnaðar sem fylgir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Við hjá Eignaumsjón, sem höfum verið leiðandi hérlendis í yfir 20 ár í þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa, tökum því heilshugar undir áskoranir til stjórnvalda og Alþingis um að átakið ALLIR VINNA verði framlengt enn um sinn. Jafnframt höfum við komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri við félagsmálaráðuneytið, sem fer með málefni fjöleignarhúsa. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19. Algengast er að um sé að ræða tafir á vinnuþættinum hjá verktökum vegna fjarvista erlends starfsfólks, s.s. vegna smit- og sóttvarna. Áhrifa COVID-19 gætir einnig í vaxandi mæli á ýmis aðföng vegna viðhalds- og byggingarframkvæmda, s.s. á framleiðslu erlendis og flutninga. Fjölmörg dæmi eru um það hjá húsfélögum sem eru í þjónustu hjá okkur að framkvæmdum, sem átti að ljúka í haust, hafi verið slegið á frest til vors 2022 af þessum orsökum. Aðdragandi framkvæmda hjá húsfélögum er umtalsverður, bæði öflun tilboða og samþykktarferlið. Eðlilega verðum við því vör við gremju hjá stjórnum húsfélaga sem eru lent í þessari stöðu, enda allt útlit er fyrir að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir raskist með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir eigendur, fari svo að ALLIR VINNA ljúki nú um áramótin. Efnt var til átaksins sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum COVID-19 á efnahagslífið. Kórónuveirufaraldurinn er langt frá því að vera yfirstaðinn og því er full þörf á að framlengja átakið að okkar mati. Átakið hófst í mars 2020 og það hefur haft mikil og jákvæð áhrif fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í fjöleignarhúsum. Húsfélög í mörgum eldri fjöleignarhúsum hafa ráðist í tímabært viðhald og endurbætur, beinlínis vegna minni kostnaðar sem fylgir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Við hjá Eignaumsjón, sem höfum verið leiðandi hérlendis í yfir 20 ár í þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa, tökum því heilshugar undir áskoranir til stjórnvalda og Alþingis um að átakið ALLIR VINNA verði framlengt enn um sinn. Jafnframt höfum við komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri við félagsmálaráðuneytið, sem fer með málefni fjöleignarhúsa. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar