Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 20:23 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag. „Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
„Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48