Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 16:45 Procar- og Skeljungsmálið er nú komið til saksóknara. Vísir/Vilhelm Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. Kjarninn greindi fyrst frá. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu að rannsókn Procars-málsins hafi lokið í síðustu viku og Skeljungsmálsins í þessari viku. Málunum hafi verið vísað til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Má reikna með að nokkrar vikur líði þar til niðurstaða fæst. Kæra Íslandsbanka árið 2016 Fram kom í fréttum sumarið 2018 að Embætti héraðssaksóknara hefði til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Rannsóknin kom til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fimm voru handteknir og ráðist í húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Daginn eftir var tilkynnt að Svanhildur Nanna hefði látið af stjórnarformennsku hjá tryggingafélaginu VÍS. „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra,“ sagði Svanhildur Nanna í yfirlýsingu við það tilefni. Grunur á sölu á undirverði Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins á sínum tíma að sú skoðun bankans hefði ekki leitt neitt grunsamlegt í ljós. Íslandsbanki hefði engu að síður tekið málið upp aftur árið 2016 og kært þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi. Unnu saman í ráðgjöf hjá Glitni Fram kemur í frétt Kjarnans að auk hjónanna og Einars Arnar hafi þau Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Guðjónsson, sem unnu saman í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis á sínum tíma, gefið skýrslu hjá lögreglu og haft stöðu sakbornings. Einar, Halla og Kári séu grunuð um að hafa misnotað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á undirverði, að hafa nýtt sameiginlega eignir Skeljungs og bankans til að greiða fyrir kaup í félaginu og að hafa viljandi rýrt eignir Íslandsbanka. Þá hafi þau, samkvæmt heimildum Kjarnans, gert með sér samkomulag þar sem Svanhildur Nanna og Guðmundur hafi afhent hinum þremur, sem seldu þeim Skeljung, yfir 800 milljónir króna hverju fyrir sig vegna aðkomu þeirra að málinu. Einar Örn er í dag einn stærsti hluthafinn í flugfélaginu Play og stór hluthafi í Stoðum, sem á stóra hluti í Símanum, Play, Arion banka og Kviku banka. Svanhildur Nanna er stór hluthafi í Kviku banka og situr í stjórn velgjörðarfélagsins 1881. Félagið fór í haust af stað með verkefnið Gefðu fimmu sem hefur það að markmiði að forstjórar og fyrirtæki skori á hvert annað að gera vel og hjálpa. Þá er 1881 bakhjarl nýrra viðskiptaverðlauna Innherja á Vísi sem veitt voru á Hótel Nordica í gær. Skrúfuðu niður stöðuna á kílómetramælum Procar-málið má rekja aftur til ársins 2019 þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar skrúfaði niður kílómetrastöðuna í bílum áður en þær væru seldar á bílasölum. Fjölmörg dæmi voru þess efnis og greinilegt að margur hafði keypt bíl með falska kílómetrastöðu. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ sagði í yfirlýsingu frá Procar sem vildi fá óháðan aðila til að úrskurða um sanngjarnar bætur til viðskiptavina. Málið varð hins vegar að sakamáli sem verið hefur á borði héraðssaksóknara í á þriðja ár. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hefði verið við kílómetramæla í um 100-120 þeirra. Samgöngustofa sagði í framhaldinu að vel kæmi til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki gætu veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Uppfært klukkan 21:10. Ranglega var fullyrt í myndatexta að Procar hefði orðið gjaldþrota. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Skeljungsmálið Procar Efnahagsbrot Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Kjarninn greindi fyrst frá. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu að rannsókn Procars-málsins hafi lokið í síðustu viku og Skeljungsmálsins í þessari viku. Málunum hafi verið vísað til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Má reikna með að nokkrar vikur líði þar til niðurstaða fæst. Kæra Íslandsbanka árið 2016 Fram kom í fréttum sumarið 2018 að Embætti héraðssaksóknara hefði til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Rannsóknin kom til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fimm voru handteknir og ráðist í húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Daginn eftir var tilkynnt að Svanhildur Nanna hefði látið af stjórnarformennsku hjá tryggingafélaginu VÍS. „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra,“ sagði Svanhildur Nanna í yfirlýsingu við það tilefni. Grunur á sölu á undirverði Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins á sínum tíma að sú skoðun bankans hefði ekki leitt neitt grunsamlegt í ljós. Íslandsbanki hefði engu að síður tekið málið upp aftur árið 2016 og kært þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi. Unnu saman í ráðgjöf hjá Glitni Fram kemur í frétt Kjarnans að auk hjónanna og Einars Arnar hafi þau Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Guðjónsson, sem unnu saman í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis á sínum tíma, gefið skýrslu hjá lögreglu og haft stöðu sakbornings. Einar, Halla og Kári séu grunuð um að hafa misnotað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á undirverði, að hafa nýtt sameiginlega eignir Skeljungs og bankans til að greiða fyrir kaup í félaginu og að hafa viljandi rýrt eignir Íslandsbanka. Þá hafi þau, samkvæmt heimildum Kjarnans, gert með sér samkomulag þar sem Svanhildur Nanna og Guðmundur hafi afhent hinum þremur, sem seldu þeim Skeljung, yfir 800 milljónir króna hverju fyrir sig vegna aðkomu þeirra að málinu. Einar Örn er í dag einn stærsti hluthafinn í flugfélaginu Play og stór hluthafi í Stoðum, sem á stóra hluti í Símanum, Play, Arion banka og Kviku banka. Svanhildur Nanna er stór hluthafi í Kviku banka og situr í stjórn velgjörðarfélagsins 1881. Félagið fór í haust af stað með verkefnið Gefðu fimmu sem hefur það að markmiði að forstjórar og fyrirtæki skori á hvert annað að gera vel og hjálpa. Þá er 1881 bakhjarl nýrra viðskiptaverðlauna Innherja á Vísi sem veitt voru á Hótel Nordica í gær. Skrúfuðu niður stöðuna á kílómetramælum Procar-málið má rekja aftur til ársins 2019 þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar skrúfaði niður kílómetrastöðuna í bílum áður en þær væru seldar á bílasölum. Fjölmörg dæmi voru þess efnis og greinilegt að margur hafði keypt bíl með falska kílómetrastöðu. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ sagði í yfirlýsingu frá Procar sem vildi fá óháðan aðila til að úrskurða um sanngjarnar bætur til viðskiptavina. Málið varð hins vegar að sakamáli sem verið hefur á borði héraðssaksóknara í á þriðja ár. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hefði verið við kílómetramæla í um 100-120 þeirra. Samgöngustofa sagði í framhaldinu að vel kæmi til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki gætu veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Uppfært klukkan 21:10. Ranglega var fullyrt í myndatexta að Procar hefði orðið gjaldþrota. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Skeljungsmálið Procar Efnahagsbrot Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira