Vilja bjarga stærðfræðikunnáttu íslenskra barna með tölvuleik Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 11:44 F.v. Örn Viðar Skúlason, fjárfestingastjóri Nýsköpunarsjóðs, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri námsefnisgerðar hjá Evolytes, Sigurður Gunnar Magnússon leikjahönnuður, Íris Eva Gísladóttir, verkefnastjóri vöruþróunar, Mathieu Grettir Skúlason framkvæmdastjóri, Adrien Eiríkur Skúlason viðskiptaþróunarstjóri, og Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Aðsend Sprotafyrirtækið Evolytes hefur lokið 70 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd var af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Menntasprotinn þróar heildstætt námskerfi sem kennir stærðfræði í gegnum námsleik fyrir spjaldtölvur, námsbækur og upplýsingakerfi fyrir kennara og foreldra. Námskerfið, sem kom út fyrir einu og hálfu ári síðan, er þróað til að bæta árangur barna í stærðfræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evolytes. Gagnadrifinn hugbúnaður les og greinir getu barna í rauntíma og aðlagar námsefnið að getustigi þeirra til að hámarka námsárangur. Að sögn forsvarsmanna nýtist hlutafjáraukningin félaginu við markaðssetningu á námskerfinu á erlendum mörkuðum og til að hraða þróun kerfisins. Standist samanburð við skemmtiefni barna „Að baki kerfinu liggja áralangar þverfaglegar rannsóknir sem sýna að börn geta með þessum hætti lært hraðar og með árangursríkari hætti en með hefðbundnum kennsluaðferðum. Rannsóknirnar sem námskerfið byggir á eru einstakar, en Evolytes hefur innleitt sex sálfræðikenningar til að tryggja hámörkun námsárangurs barna. Evolytes námsleikurinn er frábrugðinn öðrum námsleikjum þar sem hann stenst samanburð við það skemmtiefni sem börn sækjast í. Þessi blanda af rannsóknar- og skemmtanadrifinni nálgun er ein helsta sérstaða Evolytes námskerfisins,“ segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að á Íslandi geti 26% barna geta ekki sýnt fram á hæfilega stærðfræðikunnáttu við lok grunnskólagöngu. UNESCO Institute of Statistics áætlar að 617 milljón nemendur á heimsvísu nái ekki lágmarkshæfni í stærðfræði, eða 6 af hverjum 10 börnum í heiminum. Að sögn Evolytes hefur notendum á einstaklingsmarkaði fjölgað jafnt og þétt á því eina og hálfa ári sem liðið er síðan námskerfið var gefið út og skólar sýnt því mikinn áhuga. Rúmlega 40 skólar og 2.500 nemendur víðs vegar um Ísland noti nú Evolytes. Fram undan sé markaðssókn í Evrópu og örari þróun á námskerfinu til að styðja við breiðari aldurshóp, fjölbreyttara tækjaúrval og að bæta við nýjum skemmtilegum ævintýrum í Evolytes námsleikinn. Vilja umbylta stærðfræðinámi barna „Nýsköpunarsjóður fagnar þátttöku í að byggja upp gagnlegar lausnir sem stuðla að betri menntun barna til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða erlendis. Evolytes tengir saman nám og leik með börnum og kennurum en mikil þörf er á lausnum á þessu sviði. Við teljum að kerfið muni nýtast vel og hlökkum til samstarfsins með öflugu teymi Evolytes,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Mathieu Grettir Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Evolytes, segir að þessi fjármögnun gefi þeim tækifæri til að umbylta stærðfræðinámi barna og tryggja að þau fái tækifæri til að hámarka árangur sinn í stærðfræði. „Með því að gera stærðfræðinám skemmtilegt, gagnadrifið og einstaklingsmiðað höfum við aukið námsárangur og bætt viðhorf nemenda til muna. Á sama tíma veitum við kennurum og foreldrum valdeflandi tæki þar sem þeir eru með rauntímayfirsýn á námsframvindu nemenda. Við höfum notið stuðnings frá Tækniþróunarsjóði til að gera þetta verðuga verkefni að veruleika og það er jafnframt mikil viðurkenning að fá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins að fjármögnun félagsins. Með þessari fjármögnun getum við náð tæknilegu forskoti og hraðað markaðssókn í Evrópu,“ segir Mathieu í tilkynningu. Nýsköpun Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Menntasprotinn þróar heildstætt námskerfi sem kennir stærðfræði í gegnum námsleik fyrir spjaldtölvur, námsbækur og upplýsingakerfi fyrir kennara og foreldra. Námskerfið, sem kom út fyrir einu og hálfu ári síðan, er þróað til að bæta árangur barna í stærðfræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evolytes. Gagnadrifinn hugbúnaður les og greinir getu barna í rauntíma og aðlagar námsefnið að getustigi þeirra til að hámarka námsárangur. Að sögn forsvarsmanna nýtist hlutafjáraukningin félaginu við markaðssetningu á námskerfinu á erlendum mörkuðum og til að hraða þróun kerfisins. Standist samanburð við skemmtiefni barna „Að baki kerfinu liggja áralangar þverfaglegar rannsóknir sem sýna að börn geta með þessum hætti lært hraðar og með árangursríkari hætti en með hefðbundnum kennsluaðferðum. Rannsóknirnar sem námskerfið byggir á eru einstakar, en Evolytes hefur innleitt sex sálfræðikenningar til að tryggja hámörkun námsárangurs barna. Evolytes námsleikurinn er frábrugðinn öðrum námsleikjum þar sem hann stenst samanburð við það skemmtiefni sem börn sækjast í. Þessi blanda af rannsóknar- og skemmtanadrifinni nálgun er ein helsta sérstaða Evolytes námskerfisins,“ segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að á Íslandi geti 26% barna geta ekki sýnt fram á hæfilega stærðfræðikunnáttu við lok grunnskólagöngu. UNESCO Institute of Statistics áætlar að 617 milljón nemendur á heimsvísu nái ekki lágmarkshæfni í stærðfræði, eða 6 af hverjum 10 börnum í heiminum. Að sögn Evolytes hefur notendum á einstaklingsmarkaði fjölgað jafnt og þétt á því eina og hálfa ári sem liðið er síðan námskerfið var gefið út og skólar sýnt því mikinn áhuga. Rúmlega 40 skólar og 2.500 nemendur víðs vegar um Ísland noti nú Evolytes. Fram undan sé markaðssókn í Evrópu og örari þróun á námskerfinu til að styðja við breiðari aldurshóp, fjölbreyttara tækjaúrval og að bæta við nýjum skemmtilegum ævintýrum í Evolytes námsleikinn. Vilja umbylta stærðfræðinámi barna „Nýsköpunarsjóður fagnar þátttöku í að byggja upp gagnlegar lausnir sem stuðla að betri menntun barna til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða erlendis. Evolytes tengir saman nám og leik með börnum og kennurum en mikil þörf er á lausnum á þessu sviði. Við teljum að kerfið muni nýtast vel og hlökkum til samstarfsins með öflugu teymi Evolytes,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Mathieu Grettir Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Evolytes, segir að þessi fjármögnun gefi þeim tækifæri til að umbylta stærðfræðinámi barna og tryggja að þau fái tækifæri til að hámarka árangur sinn í stærðfræði. „Með því að gera stærðfræðinám skemmtilegt, gagnadrifið og einstaklingsmiðað höfum við aukið námsárangur og bætt viðhorf nemenda til muna. Á sama tíma veitum við kennurum og foreldrum valdeflandi tæki þar sem þeir eru með rauntímayfirsýn á námsframvindu nemenda. Við höfum notið stuðnings frá Tækniþróunarsjóði til að gera þetta verðuga verkefni að veruleika og það er jafnframt mikil viðurkenning að fá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins að fjármögnun félagsins. Með þessari fjármögnun getum við náð tæknilegu forskoti og hraðað markaðssókn í Evrópu,“ segir Mathieu í tilkynningu.
Nýsköpun Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira