Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 20:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44