Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 14:40 Smitin eru að mestu bundin við tvo árganga skólans. Vísir/Vilhelm Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46