Að vera atvinnurekandi á aðventunni Drífa Snædal skrifar 10. desember 2021 15:00 Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun