Þitt nafn bjargar lífi í 20 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 06:30 Þessi mynd er máluð á hús við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Þitt nafn bjargar lífi, stærsta mannréttindaherferð í heimi, er 20 ára í dag. Herferðin er í fullum gangi og enn hægt að skrifa undir málefnin á heimasíðu Amnesty. 10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“ Tímamót Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“
Tímamót Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira