Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 23:30 Allegra Stratton er í aðalhlutverki í myndbandinu en hún gegndi starfi talskonu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um skeið. David Cliff/NurPhoto via Getty Images) Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira