Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. desember 2021 22:41 Það hefur þurft gott auga fyrir hönnunarvörum til að kveikja á því að stóllinn væri gömul hönnunarvara. vísir/sigurjón Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. Það heyrir auðvitað til algerrar undantekningar að í nytjavörumarkaðnum séu seldar vörur í dýrari kantinum. Því brá mörgum nokkuð í brún þegar þeir sáu verðið á stól, sem er nýkominn í verslun Góða hirðisins. Hann kostar hálfa milljón króna. „Þetta er myndi ég segja dýrasta varan sem við höfum fengið og við fórum í mikla rannsóknarvinnu þegar hann barst okkur í gám. Og hann er að seljast erlendis á svona 750 til 850 þúsund,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Stóllinn margumtalaði í öllu sínu veldi. Áklæðið fremst á setunni er örlítið slitið.vísir/sigurjón Fór á 51 þúsund fyrir tveimur árum Stóllinn er nefnilega dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Og við lauslega leit á netinu koma upp erlendar sölusíður sem selja gerð af stólnum með leðuráklæði á 800 til 900 þúsund krónur. Fréttastofa leitaði hins vegar í kjölfarið ráðgjafar hjá danska uppboðshúsinu Lauritz sem sagði okkur að stóll af þessari gerð hefði verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum á 2.600 danskar krónur, sem gera 51 þúsund íslenskar krónur. Það er dálítið ódýrara en í Góða hirðinum. Þó má ekki gleymast að ágóðinn af sölunni fer í gott málefni. „Grunnmarkmiðið er að koma sem mestu í endurnot en hitt er að styðja við líknarfélög. Þannig þetta gefur okkur tækifæri til að bústa aðeins upp reksturinn hjá okkur og geta bara látið gott af okkur leiða til líknarfélaganna,“ segir Ruth. Ruth Einarsdóttir er verslunarstjóri Góða hirðisins. Hún tók við starfinu fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur endursöluhlutfall verslunarinnar rokið upp úr 26 prósentum upp í 65 prósent. vísir/sigurjón Fólk hefur þegar sýnt stólnum áhuga og margir haft samband við Góða hirðinn vegna hans. „Já, það er búið að vera mikill áhugi. Okkur hafa borist nokkrir tölvupóstar þar sem fólk er með fyrirspurnir og vill fá að vita meira.“ En ætli eigandinn hafi vitað hverju hann væri að henda? „Mér finnst það mjög ólíklegt að hann hafi áttað sig á því hvað þetta væri. Þetta er náttúrulega bara glæsilegur stóll. En það eru mikil verðmæti í þessu,“ segir Ruth. Verslun Reykjavík Sorpa Hús og heimili Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Það heyrir auðvitað til algerrar undantekningar að í nytjavörumarkaðnum séu seldar vörur í dýrari kantinum. Því brá mörgum nokkuð í brún þegar þeir sáu verðið á stól, sem er nýkominn í verslun Góða hirðisins. Hann kostar hálfa milljón króna. „Þetta er myndi ég segja dýrasta varan sem við höfum fengið og við fórum í mikla rannsóknarvinnu þegar hann barst okkur í gám. Og hann er að seljast erlendis á svona 750 til 850 þúsund,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Stóllinn margumtalaði í öllu sínu veldi. Áklæðið fremst á setunni er örlítið slitið.vísir/sigurjón Fór á 51 þúsund fyrir tveimur árum Stóllinn er nefnilega dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Og við lauslega leit á netinu koma upp erlendar sölusíður sem selja gerð af stólnum með leðuráklæði á 800 til 900 þúsund krónur. Fréttastofa leitaði hins vegar í kjölfarið ráðgjafar hjá danska uppboðshúsinu Lauritz sem sagði okkur að stóll af þessari gerð hefði verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum á 2.600 danskar krónur, sem gera 51 þúsund íslenskar krónur. Það er dálítið ódýrara en í Góða hirðinum. Þó má ekki gleymast að ágóðinn af sölunni fer í gott málefni. „Grunnmarkmiðið er að koma sem mestu í endurnot en hitt er að styðja við líknarfélög. Þannig þetta gefur okkur tækifæri til að bústa aðeins upp reksturinn hjá okkur og geta bara látið gott af okkur leiða til líknarfélaganna,“ segir Ruth. Ruth Einarsdóttir er verslunarstjóri Góða hirðisins. Hún tók við starfinu fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur endursöluhlutfall verslunarinnar rokið upp úr 26 prósentum upp í 65 prósent. vísir/sigurjón Fólk hefur þegar sýnt stólnum áhuga og margir haft samband við Góða hirðinn vegna hans. „Já, það er búið að vera mikill áhugi. Okkur hafa borist nokkrir tölvupóstar þar sem fólk er með fyrirspurnir og vill fá að vita meira.“ En ætli eigandinn hafi vitað hverju hann væri að henda? „Mér finnst það mjög ólíklegt að hann hafi áttað sig á því hvað þetta væri. Þetta er náttúrulega bara glæsilegur stóll. En það eru mikil verðmæti í þessu,“ segir Ruth.
Verslun Reykjavík Sorpa Hús og heimili Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17