Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. desember 2021 22:41 Það hefur þurft gott auga fyrir hönnunarvörum til að kveikja á því að stóllinn væri gömul hönnunarvara. vísir/sigurjón Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. Það heyrir auðvitað til algerrar undantekningar að í nytjavörumarkaðnum séu seldar vörur í dýrari kantinum. Því brá mörgum nokkuð í brún þegar þeir sáu verðið á stól, sem er nýkominn í verslun Góða hirðisins. Hann kostar hálfa milljón króna. „Þetta er myndi ég segja dýrasta varan sem við höfum fengið og við fórum í mikla rannsóknarvinnu þegar hann barst okkur í gám. Og hann er að seljast erlendis á svona 750 til 850 þúsund,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Stóllinn margumtalaði í öllu sínu veldi. Áklæðið fremst á setunni er örlítið slitið.vísir/sigurjón Fór á 51 þúsund fyrir tveimur árum Stóllinn er nefnilega dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Og við lauslega leit á netinu koma upp erlendar sölusíður sem selja gerð af stólnum með leðuráklæði á 800 til 900 þúsund krónur. Fréttastofa leitaði hins vegar í kjölfarið ráðgjafar hjá danska uppboðshúsinu Lauritz sem sagði okkur að stóll af þessari gerð hefði verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum á 2.600 danskar krónur, sem gera 51 þúsund íslenskar krónur. Það er dálítið ódýrara en í Góða hirðinum. Þó má ekki gleymast að ágóðinn af sölunni fer í gott málefni. „Grunnmarkmiðið er að koma sem mestu í endurnot en hitt er að styðja við líknarfélög. Þannig þetta gefur okkur tækifæri til að bústa aðeins upp reksturinn hjá okkur og geta bara látið gott af okkur leiða til líknarfélaganna,“ segir Ruth. Ruth Einarsdóttir er verslunarstjóri Góða hirðisins. Hún tók við starfinu fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur endursöluhlutfall verslunarinnar rokið upp úr 26 prósentum upp í 65 prósent. vísir/sigurjón Fólk hefur þegar sýnt stólnum áhuga og margir haft samband við Góða hirðinn vegna hans. „Já, það er búið að vera mikill áhugi. Okkur hafa borist nokkrir tölvupóstar þar sem fólk er með fyrirspurnir og vill fá að vita meira.“ En ætli eigandinn hafi vitað hverju hann væri að henda? „Mér finnst það mjög ólíklegt að hann hafi áttað sig á því hvað þetta væri. Þetta er náttúrulega bara glæsilegur stóll. En það eru mikil verðmæti í þessu,“ segir Ruth. Verslun Reykjavík Sorpa Hús og heimili Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Það heyrir auðvitað til algerrar undantekningar að í nytjavörumarkaðnum séu seldar vörur í dýrari kantinum. Því brá mörgum nokkuð í brún þegar þeir sáu verðið á stól, sem er nýkominn í verslun Góða hirðisins. Hann kostar hálfa milljón króna. „Þetta er myndi ég segja dýrasta varan sem við höfum fengið og við fórum í mikla rannsóknarvinnu þegar hann barst okkur í gám. Og hann er að seljast erlendis á svona 750 til 850 þúsund,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Stóllinn margumtalaði í öllu sínu veldi. Áklæðið fremst á setunni er örlítið slitið.vísir/sigurjón Fór á 51 þúsund fyrir tveimur árum Stóllinn er nefnilega dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Og við lauslega leit á netinu koma upp erlendar sölusíður sem selja gerð af stólnum með leðuráklæði á 800 til 900 þúsund krónur. Fréttastofa leitaði hins vegar í kjölfarið ráðgjafar hjá danska uppboðshúsinu Lauritz sem sagði okkur að stóll af þessari gerð hefði verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum á 2.600 danskar krónur, sem gera 51 þúsund íslenskar krónur. Það er dálítið ódýrara en í Góða hirðinum. Þó má ekki gleymast að ágóðinn af sölunni fer í gott málefni. „Grunnmarkmiðið er að koma sem mestu í endurnot en hitt er að styðja við líknarfélög. Þannig þetta gefur okkur tækifæri til að bústa aðeins upp reksturinn hjá okkur og geta bara látið gott af okkur leiða til líknarfélaganna,“ segir Ruth. Ruth Einarsdóttir er verslunarstjóri Góða hirðisins. Hún tók við starfinu fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur endursöluhlutfall verslunarinnar rokið upp úr 26 prósentum upp í 65 prósent. vísir/sigurjón Fólk hefur þegar sýnt stólnum áhuga og margir haft samband við Góða hirðinn vegna hans. „Já, það er búið að vera mikill áhugi. Okkur hafa borist nokkrir tölvupóstar þar sem fólk er með fyrirspurnir og vill fá að vita meira.“ En ætli eigandinn hafi vitað hverju hann væri að henda? „Mér finnst það mjög ólíklegt að hann hafi áttað sig á því hvað þetta væri. Þetta er náttúrulega bara glæsilegur stóll. En það eru mikil verðmæti í þessu,“ segir Ruth.
Verslun Reykjavík Sorpa Hús og heimili Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17