Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 06:44 Marshall segir einnig hafa skort á samráð við Bandaríkjamenn þegar unnið var að brottfluningi fólks frá Kabúl. epa/Akhter Gulfam Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian.
Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira