Celtic lagði Glasgow City 1-0 í úrslitum skoska deildarbikarsins í kvöld þökk sé marki Caitlin Hayes í fyrri hálfleik.
TADHAL Tha @CelticFCWomen air thoiseach!
— BBC ALBA (@bbcalba) December 5, 2021
Celtic take the lead with a bullet header! pic.twitter.com/1cP0lGkLVp
María Catharina Ólafsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Celtic en hún gekk til liðs við félagið frá Þór/KA síðasta sumar.
Aron Elís spilaði allan leikinn á miðju OB er liðið lagði Randers 2-0 á útivelli og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum danska bikarsins.
Markvörðurinn Elías Rafn stað hins vegar á bekknum er Midtjylland lagði Bröndby 2-0 á útivelli. Þá komust Kristófer Ingi Kristinsson og liðsfélagar hans í SönderjyskE áfram í 8-liða úrslit en liðið vann 1-0 sigur á Hvidovre fyrr í dag.
Þá skoraði Óttar Magnús Karlsson sitt fyrsta mark fyrir Siena er liðið tapaði gegn Ancona-Matelica í ítölsku C-deildinni en hann er láni frá Venezia sem leikur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni.
Að lokum lék Hjörtur Hermannsson allan leikinn í liði Pisa sem vann 1-0 útisigur á Como í Serie B.