Rauðvínspeningurinn fer í jólaskraut úr legókubbum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. desember 2021 15:31 Hjónin Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur. Vísir/Egill Hjón í Hafnarfirði hafa sett upp töfrandi jólaþorp úr legókubbum á heimili sínu, sjöunda árið í röð. Alltaf bætist í legósafn þeirra og fer stofan bráðum að verða of lítil undir þetta ótrúlega áhugamál þeirra. Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill
Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp