Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:55 Teikning úr réttarsal af því þegar kona bar vitni um brot Maxwell og Epstein. Konan hefur ekki verið nafngreind opinberlega en var nefnd Jane í dómsal. AP/Elizabeth Williams Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. Réttarhöld yfir Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu Epstein til fjölda ára, hófust í gær. Hún er sökuð um aðild að mansali Epstein á fjórum konum sem voru ungar að árum þegar brotin áttu sér stað. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Saksóknarar saka Maxwell um að hafa tælt stúlkur til fylgilags við Epstein og að hann hafi svo misnotað þær. Fyrsti ásakandi Epstein og Maxwell bar vitni í dag en hún er nú á fimmtugsaldri. Bar hún að Epstein og Maxwell hefðu nálgast sig og vinkonur sínar þegar þær gæddu sér á ís í sumarbúðum í Michigan árið 1994. Maxwell hafi í framhaldinu haldið sambandi við hana og meðal annars boðið henni í sundlaug Epstein. Hann hafi síðan misnotað hana kynferðislega á heimili sínu á Pálmaströnd á Flórída þegar hún var fjórtán ára gömul. Epstein hafi meðal annars fróað sér yfir hana sem hafi vakið viðbjóð hjá henni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá hélt hún því fram að bæði Epstein og Maxwell hafi farið með hana að nuddbekk í húsinu til að sýna henni hvernig hann vildi láta nudda sig. Hann hafi brotið kynferðislega á henni á meðan á nuddinu stóð og fullyrti hún að Maxwell hefði stundum snert brjóst sín. Maxwell neitar sök í málinu. Málsvörn hennar byggir á því að konurnar sem saka hana um aðild að brotum Epstein muni illa eftir atburðum og að þær séu aðeins á höttunum eftir peningum úr sjóði sem var komið á fót eftir að Epstein framdi sjálfsvíg. Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Réttarhöld yfir Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu Epstein til fjölda ára, hófust í gær. Hún er sökuð um aðild að mansali Epstein á fjórum konum sem voru ungar að árum þegar brotin áttu sér stað. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Saksóknarar saka Maxwell um að hafa tælt stúlkur til fylgilags við Epstein og að hann hafi svo misnotað þær. Fyrsti ásakandi Epstein og Maxwell bar vitni í dag en hún er nú á fimmtugsaldri. Bar hún að Epstein og Maxwell hefðu nálgast sig og vinkonur sínar þegar þær gæddu sér á ís í sumarbúðum í Michigan árið 1994. Maxwell hafi í framhaldinu haldið sambandi við hana og meðal annars boðið henni í sundlaug Epstein. Hann hafi síðan misnotað hana kynferðislega á heimili sínu á Pálmaströnd á Flórída þegar hún var fjórtán ára gömul. Epstein hafi meðal annars fróað sér yfir hana sem hafi vakið viðbjóð hjá henni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá hélt hún því fram að bæði Epstein og Maxwell hafi farið með hana að nuddbekk í húsinu til að sýna henni hvernig hann vildi láta nudda sig. Hann hafi brotið kynferðislega á henni á meðan á nuddinu stóð og fullyrti hún að Maxwell hefði stundum snert brjóst sín. Maxwell neitar sök í málinu. Málsvörn hennar byggir á því að konurnar sem saka hana um aðild að brotum Epstein muni illa eftir atburðum og að þær séu aðeins á höttunum eftir peningum úr sjóði sem var komið á fót eftir að Epstein framdi sjálfsvíg.
Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02