Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:55 Teikning úr réttarsal af því þegar kona bar vitni um brot Maxwell og Epstein. Konan hefur ekki verið nafngreind opinberlega en var nefnd Jane í dómsal. AP/Elizabeth Williams Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. Réttarhöld yfir Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu Epstein til fjölda ára, hófust í gær. Hún er sökuð um aðild að mansali Epstein á fjórum konum sem voru ungar að árum þegar brotin áttu sér stað. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Saksóknarar saka Maxwell um að hafa tælt stúlkur til fylgilags við Epstein og að hann hafi svo misnotað þær. Fyrsti ásakandi Epstein og Maxwell bar vitni í dag en hún er nú á fimmtugsaldri. Bar hún að Epstein og Maxwell hefðu nálgast sig og vinkonur sínar þegar þær gæddu sér á ís í sumarbúðum í Michigan árið 1994. Maxwell hafi í framhaldinu haldið sambandi við hana og meðal annars boðið henni í sundlaug Epstein. Hann hafi síðan misnotað hana kynferðislega á heimili sínu á Pálmaströnd á Flórída þegar hún var fjórtán ára gömul. Epstein hafi meðal annars fróað sér yfir hana sem hafi vakið viðbjóð hjá henni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá hélt hún því fram að bæði Epstein og Maxwell hafi farið með hana að nuddbekk í húsinu til að sýna henni hvernig hann vildi láta nudda sig. Hann hafi brotið kynferðislega á henni á meðan á nuddinu stóð og fullyrti hún að Maxwell hefði stundum snert brjóst sín. Maxwell neitar sök í málinu. Málsvörn hennar byggir á því að konurnar sem saka hana um aðild að brotum Epstein muni illa eftir atburðum og að þær séu aðeins á höttunum eftir peningum úr sjóði sem var komið á fót eftir að Epstein framdi sjálfsvíg. Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Réttarhöld yfir Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu Epstein til fjölda ára, hófust í gær. Hún er sökuð um aðild að mansali Epstein á fjórum konum sem voru ungar að árum þegar brotin áttu sér stað. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Saksóknarar saka Maxwell um að hafa tælt stúlkur til fylgilags við Epstein og að hann hafi svo misnotað þær. Fyrsti ásakandi Epstein og Maxwell bar vitni í dag en hún er nú á fimmtugsaldri. Bar hún að Epstein og Maxwell hefðu nálgast sig og vinkonur sínar þegar þær gæddu sér á ís í sumarbúðum í Michigan árið 1994. Maxwell hafi í framhaldinu haldið sambandi við hana og meðal annars boðið henni í sundlaug Epstein. Hann hafi síðan misnotað hana kynferðislega á heimili sínu á Pálmaströnd á Flórída þegar hún var fjórtán ára gömul. Epstein hafi meðal annars fróað sér yfir hana sem hafi vakið viðbjóð hjá henni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá hélt hún því fram að bæði Epstein og Maxwell hafi farið með hana að nuddbekk í húsinu til að sýna henni hvernig hann vildi láta nudda sig. Hann hafi brotið kynferðislega á henni á meðan á nuddinu stóð og fullyrti hún að Maxwell hefði stundum snert brjóst sín. Maxwell neitar sök í málinu. Málsvörn hennar byggir á því að konurnar sem saka hana um aðild að brotum Epstein muni illa eftir atburðum og að þær séu aðeins á höttunum eftir peningum úr sjóði sem var komið á fót eftir að Epstein framdi sjálfsvíg.
Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02