„Mjög gott fyrir hjartað að vakna og sjá sól úti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 12:00 Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum. Hekla Mist Valgeirsdóttir er þriðja frá hægri í aftari röð. stefán þór friðriksson Hekla Mist Valgeirsdóttir hlakkar til að hefja keppni á EM í hópfimleikum. Hún er hluti af kvennaliði Íslands sem ætlar sér stóra hluti. „Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira