Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2021 07:38 Yfirvöld í Ísrael hafa miklar áhyggjur af Ómíkron-afbrigðinu. AP Photo/Maya Alleruzzo Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. BBC hefur tekið saman fregnir staðarmiðlanna og segir í frétt breska miðilsins að sérstök kórónuveirunefnd ríkisstjórnarinnar hafi samþykkt tillögurnar. Búist er við því að ríkisstjórn Ísraels muni samþykkja komubannið í dag og að það muni taka gildi á miðnætti. Þá er einnig búist við því að yfirvöldum verði heimilað að hafa eftirlit með þeim sem greinast með kórónuveiruna og mun öryggistofnunin Shin Bet, sem hefur það hlutverk að gæta innra öryggis Ísrael, sinna eftirlitinu, sem verður framkvæmt með því að fylgjast með ferðum síma þeirra sem smitast. Einnig er reiknað með að bólusettir Ísraelar sem komi til landsins þurfi að sæta þriggja daga sóttkví við komuna en óbólusettir sjö daga sóttkví. Einn einstaklingur hefur verið greindur með afbrigðið í Ísrael hingað til. Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Tengdar fréttir Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
BBC hefur tekið saman fregnir staðarmiðlanna og segir í frétt breska miðilsins að sérstök kórónuveirunefnd ríkisstjórnarinnar hafi samþykkt tillögurnar. Búist er við því að ríkisstjórn Ísraels muni samþykkja komubannið í dag og að það muni taka gildi á miðnætti. Þá er einnig búist við því að yfirvöldum verði heimilað að hafa eftirlit með þeim sem greinast með kórónuveiruna og mun öryggistofnunin Shin Bet, sem hefur það hlutverk að gæta innra öryggis Ísrael, sinna eftirlitinu, sem verður framkvæmt með því að fylgjast með ferðum síma þeirra sem smitast. Einnig er reiknað með að bólusettir Ísraelar sem komi til landsins þurfi að sæta þriggja daga sóttkví við komuna en óbólusettir sjö daga sóttkví. Einn einstaklingur hefur verið greindur með afbrigðið í Ísrael hingað til. Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Tengdar fréttir Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00
Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20
Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26