Tónlist og dans sem sprengdi krúttskalann við opnun jólaþorps Hafnfirðinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 23:12 Dansatriði ungra Hafnfirðinga við eitt vinsælasta jólalag allra tíma vakti mikla lukku. Vísir/Egill Hellisgerði í Hafnarfirði er nú komið í hátíðarbúning annað árið í röð. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir jólaþorpið hafa fengið góð viðbrögð og bjóða þau upp á alls kyns nýjungar í ár. Jólaþorpið var sett á fót í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og stóðu viðbrögðin ekki á sér. Fjölmargir kíktu í fjörðinn yfir hátíðirnar til að njóta ljósadýrðarinnar í garðinum með fjölskyldu og vinum. „Nú er bærinn okkar að komast í jólafötin ef svo má segja, hann er orðinn ljósum skreyttur sem aldrei fyrr og stendur sannarlega undir nafni sem jólabærinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem var viðstödd þegar jólaþorpið opnaði í kvöld. „Hellisgerði, þessi gamli listagarður okkar Hafnfirðinga, er aftur að breytast í ævintýraland eins og í fyrra þegar við létum gamlan draum rætast að skreyta þennan fallega garð með jólaljósum,“ segir Rósa sem segir bæjarbúa hlakka til aðventunnar. Að sögn Rósu er einnig von á ýmis konar nýjungum í ár, til að mynda verður skautasvell sett upp í miðbænum í desember og mun Bæjarbíó, menningarhús Hafnfirðinga, bjóða upp á ljúfa stemningu. „Þannig það er stemning hérna víða um bæinn og alls kyns örviðburðir sem má eiga von á,“ segir Rósa. Eitt slíkt atriði var í kvöld þegar tónlistamennirnir Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson stigu á svið. Þá gátu gestir og gangandi fylgst með dansatriði ungra Hafnfirðinga sem sprengdi vægast sagt krúttskalann en hægt er að sjá brot af dansinum hér fyrir neðan. Jól Hafnarfjörður Tónlist Dans Tengdar fréttir Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25 Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Jólaþorpið var sett á fót í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og stóðu viðbrögðin ekki á sér. Fjölmargir kíktu í fjörðinn yfir hátíðirnar til að njóta ljósadýrðarinnar í garðinum með fjölskyldu og vinum. „Nú er bærinn okkar að komast í jólafötin ef svo má segja, hann er orðinn ljósum skreyttur sem aldrei fyrr og stendur sannarlega undir nafni sem jólabærinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem var viðstödd þegar jólaþorpið opnaði í kvöld. „Hellisgerði, þessi gamli listagarður okkar Hafnfirðinga, er aftur að breytast í ævintýraland eins og í fyrra þegar við létum gamlan draum rætast að skreyta þennan fallega garð með jólaljósum,“ segir Rósa sem segir bæjarbúa hlakka til aðventunnar. Að sögn Rósu er einnig von á ýmis konar nýjungum í ár, til að mynda verður skautasvell sett upp í miðbænum í desember og mun Bæjarbíó, menningarhús Hafnfirðinga, bjóða upp á ljúfa stemningu. „Þannig það er stemning hérna víða um bæinn og alls kyns örviðburðir sem má eiga von á,“ segir Rósa. Eitt slíkt atriði var í kvöld þegar tónlistamennirnir Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson stigu á svið. Þá gátu gestir og gangandi fylgst með dansatriði ungra Hafnfirðinga sem sprengdi vægast sagt krúttskalann en hægt er að sjá brot af dansinum hér fyrir neðan.
Jól Hafnarfjörður Tónlist Dans Tengdar fréttir Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25 Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25