Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:54 Orkuveitan áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila . Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila .
Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira