Gefum félagslegu heilbrigði gaum Kristína Erna Hallgrímsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 11:30 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun þá er heilbrigði skilgreint sem „líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og heilsubresti“. Hið félagslega er ef til vill sá þáttur sem við gefum ekki nægilega gaum þegar kemur að heilbrigði. Það er ekki vegna þess að hann er síður mikilvægur enda er fjöldinn af rannsóknum sem sýna að hann hefur veigamikið gildi í heilsu fólks. En með tilkomu lýðheilsuvísinda hefur sjónum í auknum mæli verið beint að því skoða heilsu út frá víðu samhengi. Á undanförnum árum hefur umræðan um einmanaleika farið vaxandi en talið er að breyttir lífshættir hafi leitt til aukningar þar á í nútíma samfélögum. Rannsóknir sýna að einmanaleiki getur verulega skert lífsgæði fólks. Einmanaleiki getur stafað af tvennum toga, annars vegar þegar skortur er á félagslegum tengslum og hins vegar tilfinningalegri nánd eða jafnvel samblanda af þessu tvennu. En á heildina litið þá veldur einmanaleiki vanlíðan sem hefur víðtæk áhrif á andlega, líkamlega og félagslega þætti heilsu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hærri dánartíðni sé að finna á meðal þeirra sem eru einmana. Félagslegur skortur getur haft í för með sér áhættuþætti á borð við hreyfingarleysi, reykingar, offitu, verri matarvenjur, skert svefngæði og neikvæð áhrif á starfsemi tauga- og ónæmiskerfi. Áhættustigið sem fylgir einmanaleika er talið vera í sama flokki og reykingar. Aukin hætta er á ýmsum sjúkdómum, til að mynda heilablóðfalli, kransæðasjúkdómum, háum blóðþrýstingi og fylgni við geðraskanir. Einnig eru meiri líkur á að einstaklingar með geðraskanir upplifa einmanaleika og skort á félagslegum tengslum en þeir sem eru án þeirra. Ásamt því eru sjúkraheimsóknir tíðari á meðal þessa hóps. Sjá má að félagsleg nánd og tengsl hafa gríðarleg áhrif á heilsu og þar með er mikið forvarnargildi fólgið í því að huga að félagslegu heilbrigði. Félagslegur stuðningur gegnir til dæmis margþættu hlutverki. Hann getur uppfyllt þarfir sem snúa að því að viðhalda tilfinningalegu jafnvægi, nánd, upplýsingagjöf, myndun tengslaneta og aðgengi að efnislegum þáttum. En líkt og þaulreyndur læknir nefndi í kennslu við lýðheilsu að „heilsan okkar byrjar og verður til að nær öllu leyti fyrir utan heilbrigðiskerfið“. En þetta er einmitt góð áminning, að hlúa að heilsunni er daglegt verkefni og það snýr ekki eingöngu að því að borða hollt, hreyfa sig og sofa nóg. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um félagslega þáttinn í lífi okkar og hvernig hann hefur áhrif á okkur, hvar þarfir okkar liggja og jafnvel spyrja okkur hvort félagsskapurinn sé nærandi eða ekki. Vissulega gegna vinasambönd ólíku hlutverki en eins og svo margt í tilverunni þá eru gæði umfram magn gulls ígildi. Niðurstaðan gæti verið sú að skortur sé á félagslegum tengslum eða nánd og jafnvel einmanaleiki til staðar. En einmanaleiki er einn helsti mælikvarði á félagslegri vellíðan. Þá er mikilvægt að bregðast við og finna leiðir til að koma í veg fyrir frekari skaða og jafnvel leita sér aðstoðar líkt og við gerum flest þegar heilsan brestur. Félagslegt heilbrigði er ekki síður mikilvægara en aðrir þættir heilsunnar. Einmanaleiki er lýðheilsumál og það er samfélagslegt verkefni að takast á við hann. Að þessu sögðu er vert að gefa hinu félagslega gaum því það er okkur lífsnauðsynlegt. Höfundur er meistaranemi í lýðheilsuvísindum. Heimildaskrá Cacioppo, J. T., Cacioppo, S. og Boomsma, D. I. (2014). Evolutionary mechanisms for loneliness. Cogn Emot, 28(1), 3-21. doi:10.1080/02699931.2013.837379 Cacioppo, J. T., Hawkley, L. C., Crawford, L. E., Ernst, J. M., Burleson, M. H., Kowalewski, R. B., . . . Berntson, G. G. (2002). Loneliness and health: potential mechanisms. Psychosomatic Medicine, 64(3), 407-417. doi:10.1097/00006842-200205000-00005 Cohen, S. og Wills, T. A. (1985). Stress, social support, and the buffering hypothesis. Psychological Bulletin, 98(2), 310-357. doi:10.1037/0033-2909.98.2.310 Fertman, C. I. og Allensworth, D. D. (2010). Health promotion programs – from theory to practice. San Francisco: Jossey-Bass. Geller, J., Janson, P., McGovern, E. og Valdini, A. (1999). Loneliness as a predictor of hospital emergency department use. The Journal of family practice, 48(10), 801-804. Gierveld, J. D. J. og Tilburg, T. V. (2006). A 6-Item Scale for Overall, Emotional, and Social Loneliness: Confirmatory Tests on Survey Data. Research on Aging, 28(5), 582-598. doi:10.1177/0164027506289723 Hajek, A., Kretzler, B. og König, H. H. (2020). Multimorbidity, Loneliness, and Social Isolation. A Systematic Review. Int J Environ Res Public Health, 17(22). doi:10.3390/ijerph17228688 Hawkley, L. C., Thisted, R. A., Masi, C. M. og Cacioppo, J. T. (2010). Loneliness predicts increased blood pressure: 5-year cross-lagged analyses in middle-aged and older adults. Psychology and Aging, 25(1), 132-141. doi:10.1037/a0017805 Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Heilbrigðisstefna: Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030: Heilbrigðisráðuneytið 2019. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Heilbrigdisstefna_4.juli.pdf Holt-Lunstad, J., Smith, T. B., Baker, M., Harris, T. og Stephenson, D. (2015). Loneliness and social isolation as risk factors for mortality: a meta-analytic review. Perspectives on Psychological Science, 10(2), 227-237. doi:10.1177/1745691614568352 Holt-Lunstad, J., Smith, T. B. og Layton, J. B. (2010). Social relationships and mortality risk: a meta-analytic review. PLOS Medicine, 7(7), e1000316. doi:10.1371/journal.pmed.1000316 House, J. S., Robbins, C. og Metzner, H. L. (1982). The association of social relationships and activities with mortality: prospective evidence from the Tecumseh Community Health Study. American Journal of Epidemiology, 116(1), 123-140. doi:10.1093/oxfordjournals.aje.a113387 Jaremka, L. M., Andridge, R. R., Fagundes, C. P., Alfano, C. M., Povoski, S. P., Lipari, A. M., . . . Kiecolt-Glaser, J. K. (2014). Pain, depression, and fatigue: loneliness as a longitudinal risk factor. Health Psychology, 33(9), 948-957. doi:10.1037/a0034012 Lauder, W., Sharkey, S. og Mummery, K. (2004). A community survey of loneliness. Journal of Advanced Nursing, 46(1), 88-94. doi:10.1111/j.1365-2648.2003.02968.x Meltzer, H., Bebbington, P., Dennis, M. S., Jenkins, R., McManus, S. og Brugha, T. S. (2013). Feelings of loneliness among adults with mental disorder. Soc Psychiatry Psychiatr Epidemiol, 48(1), 5-13. doi:10.1007/s00127-012-0515-8 Umberson, D. og Montez, J. K. (2010). Social relationships and health: a flashpoint for health policy. J Health Soc Behav, 51 S54-66. doi:10.1177/0022146510383501 Wang, J., Mann, F., Lloyd-Evans, B., Ma, R. og Johnson, S. (2018). Associations between loneliness and perceived social support and outcomes of mental health problems: a systematic review. BMC Psychiatry, 18(1), 156. doi:10.1186/s12888-018-1736-5 Weiss, R. S. (1973). Loneliness: The experience of emotional and social isolation. Cambridge, MA, US: The MIT Press. WHO. (e.d.). Constitution: WHO remains firmly committed to the principles set out in the preamble to the Constitution. Sótt af https://www.who.int/about/governance/constitution Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun þá er heilbrigði skilgreint sem „líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og heilsubresti“. Hið félagslega er ef til vill sá þáttur sem við gefum ekki nægilega gaum þegar kemur að heilbrigði. Það er ekki vegna þess að hann er síður mikilvægur enda er fjöldinn af rannsóknum sem sýna að hann hefur veigamikið gildi í heilsu fólks. En með tilkomu lýðheilsuvísinda hefur sjónum í auknum mæli verið beint að því skoða heilsu út frá víðu samhengi. Á undanförnum árum hefur umræðan um einmanaleika farið vaxandi en talið er að breyttir lífshættir hafi leitt til aukningar þar á í nútíma samfélögum. Rannsóknir sýna að einmanaleiki getur verulega skert lífsgæði fólks. Einmanaleiki getur stafað af tvennum toga, annars vegar þegar skortur er á félagslegum tengslum og hins vegar tilfinningalegri nánd eða jafnvel samblanda af þessu tvennu. En á heildina litið þá veldur einmanaleiki vanlíðan sem hefur víðtæk áhrif á andlega, líkamlega og félagslega þætti heilsu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hærri dánartíðni sé að finna á meðal þeirra sem eru einmana. Félagslegur skortur getur haft í för með sér áhættuþætti á borð við hreyfingarleysi, reykingar, offitu, verri matarvenjur, skert svefngæði og neikvæð áhrif á starfsemi tauga- og ónæmiskerfi. Áhættustigið sem fylgir einmanaleika er talið vera í sama flokki og reykingar. Aukin hætta er á ýmsum sjúkdómum, til að mynda heilablóðfalli, kransæðasjúkdómum, háum blóðþrýstingi og fylgni við geðraskanir. Einnig eru meiri líkur á að einstaklingar með geðraskanir upplifa einmanaleika og skort á félagslegum tengslum en þeir sem eru án þeirra. Ásamt því eru sjúkraheimsóknir tíðari á meðal þessa hóps. Sjá má að félagsleg nánd og tengsl hafa gríðarleg áhrif á heilsu og þar með er mikið forvarnargildi fólgið í því að huga að félagslegu heilbrigði. Félagslegur stuðningur gegnir til dæmis margþættu hlutverki. Hann getur uppfyllt þarfir sem snúa að því að viðhalda tilfinningalegu jafnvægi, nánd, upplýsingagjöf, myndun tengslaneta og aðgengi að efnislegum þáttum. En líkt og þaulreyndur læknir nefndi í kennslu við lýðheilsu að „heilsan okkar byrjar og verður til að nær öllu leyti fyrir utan heilbrigðiskerfið“. En þetta er einmitt góð áminning, að hlúa að heilsunni er daglegt verkefni og það snýr ekki eingöngu að því að borða hollt, hreyfa sig og sofa nóg. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um félagslega þáttinn í lífi okkar og hvernig hann hefur áhrif á okkur, hvar þarfir okkar liggja og jafnvel spyrja okkur hvort félagsskapurinn sé nærandi eða ekki. Vissulega gegna vinasambönd ólíku hlutverki en eins og svo margt í tilverunni þá eru gæði umfram magn gulls ígildi. Niðurstaðan gæti verið sú að skortur sé á félagslegum tengslum eða nánd og jafnvel einmanaleiki til staðar. En einmanaleiki er einn helsti mælikvarði á félagslegri vellíðan. Þá er mikilvægt að bregðast við og finna leiðir til að koma í veg fyrir frekari skaða og jafnvel leita sér aðstoðar líkt og við gerum flest þegar heilsan brestur. Félagslegt heilbrigði er ekki síður mikilvægara en aðrir þættir heilsunnar. Einmanaleiki er lýðheilsumál og það er samfélagslegt verkefni að takast á við hann. Að þessu sögðu er vert að gefa hinu félagslega gaum því það er okkur lífsnauðsynlegt. Höfundur er meistaranemi í lýðheilsuvísindum. Heimildaskrá Cacioppo, J. T., Cacioppo, S. og Boomsma, D. I. (2014). Evolutionary mechanisms for loneliness. Cogn Emot, 28(1), 3-21. doi:10.1080/02699931.2013.837379 Cacioppo, J. T., Hawkley, L. C., Crawford, L. E., Ernst, J. M., Burleson, M. H., Kowalewski, R. B., . . . Berntson, G. G. (2002). Loneliness and health: potential mechanisms. Psychosomatic Medicine, 64(3), 407-417. doi:10.1097/00006842-200205000-00005 Cohen, S. og Wills, T. A. (1985). Stress, social support, and the buffering hypothesis. Psychological Bulletin, 98(2), 310-357. doi:10.1037/0033-2909.98.2.310 Fertman, C. I. og Allensworth, D. D. (2010). Health promotion programs – from theory to practice. San Francisco: Jossey-Bass. Geller, J., Janson, P., McGovern, E. og Valdini, A. (1999). Loneliness as a predictor of hospital emergency department use. The Journal of family practice, 48(10), 801-804. Gierveld, J. D. J. og Tilburg, T. V. (2006). A 6-Item Scale for Overall, Emotional, and Social Loneliness: Confirmatory Tests on Survey Data. Research on Aging, 28(5), 582-598. doi:10.1177/0164027506289723 Hajek, A., Kretzler, B. og König, H. H. (2020). Multimorbidity, Loneliness, and Social Isolation. A Systematic Review. Int J Environ Res Public Health, 17(22). doi:10.3390/ijerph17228688 Hawkley, L. C., Thisted, R. A., Masi, C. M. og Cacioppo, J. T. (2010). Loneliness predicts increased blood pressure: 5-year cross-lagged analyses in middle-aged and older adults. Psychology and Aging, 25(1), 132-141. doi:10.1037/a0017805 Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Heilbrigðisstefna: Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030: Heilbrigðisráðuneytið 2019. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Heilbrigdisstefna_4.juli.pdf Holt-Lunstad, J., Smith, T. B., Baker, M., Harris, T. og Stephenson, D. (2015). Loneliness and social isolation as risk factors for mortality: a meta-analytic review. Perspectives on Psychological Science, 10(2), 227-237. doi:10.1177/1745691614568352 Holt-Lunstad, J., Smith, T. B. og Layton, J. B. (2010). Social relationships and mortality risk: a meta-analytic review. PLOS Medicine, 7(7), e1000316. doi:10.1371/journal.pmed.1000316 House, J. S., Robbins, C. og Metzner, H. L. (1982). The association of social relationships and activities with mortality: prospective evidence from the Tecumseh Community Health Study. American Journal of Epidemiology, 116(1), 123-140. doi:10.1093/oxfordjournals.aje.a113387 Jaremka, L. M., Andridge, R. R., Fagundes, C. P., Alfano, C. M., Povoski, S. P., Lipari, A. M., . . . Kiecolt-Glaser, J. K. (2014). Pain, depression, and fatigue: loneliness as a longitudinal risk factor. Health Psychology, 33(9), 948-957. doi:10.1037/a0034012 Lauder, W., Sharkey, S. og Mummery, K. (2004). A community survey of loneliness. Journal of Advanced Nursing, 46(1), 88-94. doi:10.1111/j.1365-2648.2003.02968.x Meltzer, H., Bebbington, P., Dennis, M. S., Jenkins, R., McManus, S. og Brugha, T. S. (2013). Feelings of loneliness among adults with mental disorder. Soc Psychiatry Psychiatr Epidemiol, 48(1), 5-13. doi:10.1007/s00127-012-0515-8 Umberson, D. og Montez, J. K. (2010). Social relationships and health: a flashpoint for health policy. J Health Soc Behav, 51 S54-66. doi:10.1177/0022146510383501 Wang, J., Mann, F., Lloyd-Evans, B., Ma, R. og Johnson, S. (2018). Associations between loneliness and perceived social support and outcomes of mental health problems: a systematic review. BMC Psychiatry, 18(1), 156. doi:10.1186/s12888-018-1736-5 Weiss, R. S. (1973). Loneliness: The experience of emotional and social isolation. Cambridge, MA, US: The MIT Press. WHO. (e.d.). Constitution: WHO remains firmly committed to the principles set out in the preamble to the Constitution. Sótt af https://www.who.int/about/governance/constitution
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun