Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 08:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er hvergi tíðara en á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“. Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá. Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá.
Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira