Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn Árni Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2021 22:06 Ólafur Jónas gat verið ánægður á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt. „Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52