Kjaramál í upphafi þings Drífa Snædal skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar