„Ragnheiður Júlíusdóttir, hún var geggjuð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar.
„Hún var frábær og mér fannst hún vera stöðug allan leikinn. Hún er að skjóta mikið en það vantar náttúrulega skotógnun frá Hildi. Hildur sótti alltof mikið inn á miðjuna en hefði þurft að halda miklu meiri breidd, bæði fyrir Karen og Ragnheiði,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.
„Ragnheiður er bara að taka á sig að skjóta fyrir utan því ef Karen er ekki að skjóta þá er engin önnur að skjóta. Hún er með 10 mörk úr 23 skotum en mér fannst hún eiga góðan leik,“ sagði Sunneva.
„Hún er bara magnaður leikmaður og mitt heimili er aðdáandi númer eitt af Ragnheiði Júlíusdóttur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.
„Það er svoleiðis. Stýrir þú aðdáendasíðunni,“ skaut Svava þá á Önnu.
„Nei það er dóttir mín,“ sagði Anna Úrsúla hlæjandi. Það má sjá alla umfjöllunina um Ragnheiði hér fyrir neðan.