Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. nóvember 2021 20:10 Dröfn er hugmyndasmiðurinn og reyndar einnig smiðurinn sjálfur. Það eru krakkarnir í Seljaskóla fá að njóta góðs af hennar frjóa hugmyndaflugi. vísir Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni. Eruði mikil jólabörn? Jú, það halda nú þær vinkonurnar Brynja, Kristín og Sigrún, úr Seljaskóla. En vinkona þeirra Rut getur ekki tekið undir það: „Ég myndi ekki segja það.“ En kemstu í jólaskap þegar það er orðið svona jólalegt í skólanum? „Já.“ Þær Brynja, Kristín, Rut og Sigrún eru komnar í jólaskap.stöð 2 Og það skal engan undra því í Seljaskóla má með sanni segja að jólaandinn sé kominn á kreik, nú þegar 31 dagur er til jóla. Leitast við að bæta við töfrana Því til sönnunar er jólabókahornið sem búið er að setja upp á skólabókasafninu. Fréttastofa leit þar við í dag og spjallaði við krakkana og þann sem ber ábyrgð á þessu metnaðarfulla verkefni, bókasafnsfræðinginn Dröfn Vilhjálmsdóttur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig er umhorfs í Seljaskóla: „Sko, mér finnst skólabókasafnið vera svona töfrandi staður og ég er alltaf að leitast við að bæta við töfrana og mig langar eiginlega að þegar börnin koma inn á skólabókasafnið þá séu þau eiginlega að koma bara inn í ævintýralega bók strax,“ segir Dröfn. Ert þú sjálf jólabarn? „Ég er dálítið jólabarn sjálf. Það hlýtur eiginlega að vera,“ segir hún og bendir í kring um sig á vel skreytt jólabókahornið. „Þannig ég er farin að hlakka til jólanna.“ Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur reynir að gera safnið að ævintýralegum og spennandi stað fyrir krakkana.stöð 2 En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dröfn tekur sig til og skreytir safnið fyrir krakkana. Þannig má eiginlega segja að Dröfn hafi toppað sig fyrir hrekkjavökuna þar sem öllu var tjaldað til, meira að segja reykvél. Frá því á hrekkjavökunni. Dröfn lætur börnin draga bókaflokka til að velja sér bók úr - ef þeir þora.skólabókasafn Seljaskóla Ímyndunarafl Drafnar ýtir undir lestraráhuga barna Það leynir sér allavega ekki að krakkarnir eru hrifnir af Dröfn og hennar stórkostlegu skreytingum. Haldiði að þið lesið meira fyrir vikið? spyrjum við annan vinkvennahóp á safninu, þær Rannveigu, Kristínu, Stellu Björk og Aþenu. „Já, sérstaklega jólabækur,” segja þær. Vinkonurnar Rannveig, Kristín, Stella Björk og Aþena.stöð 2 „Mér finnst bara mjög gaman hvernig Dröfn er svona með ímyndunarafl og gerir alltaf svona á jóla og hrekkjavökunni. Þá skreytir hún mjög mikið og það er bara mjög gaman. Þá fær maður svona meiri áhuga á bókum,” segir Stella Björk. Og á meðan krakkarnir bíða spenntir eftir jólunum og telja niður dagana geta þeir drepið tímann með góðum jólabókalestri í snjóhúsinu í jólabókahorninu í Seljaskóla. Snjóhús úr eggjabökkum og huggulegur arinn við hliðina. Það er ekki leiðinlegt að lesa í þessu umhverfi.skólabókasafn seljaskóla Jól Jólaskraut Grunnskólar Reykjavík Bókmenntir Söfn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Eruði mikil jólabörn? Jú, það halda nú þær vinkonurnar Brynja, Kristín og Sigrún, úr Seljaskóla. En vinkona þeirra Rut getur ekki tekið undir það: „Ég myndi ekki segja það.“ En kemstu í jólaskap þegar það er orðið svona jólalegt í skólanum? „Já.“ Þær Brynja, Kristín, Rut og Sigrún eru komnar í jólaskap.stöð 2 Og það skal engan undra því í Seljaskóla má með sanni segja að jólaandinn sé kominn á kreik, nú þegar 31 dagur er til jóla. Leitast við að bæta við töfrana Því til sönnunar er jólabókahornið sem búið er að setja upp á skólabókasafninu. Fréttastofa leit þar við í dag og spjallaði við krakkana og þann sem ber ábyrgð á þessu metnaðarfulla verkefni, bókasafnsfræðinginn Dröfn Vilhjálmsdóttur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig er umhorfs í Seljaskóla: „Sko, mér finnst skólabókasafnið vera svona töfrandi staður og ég er alltaf að leitast við að bæta við töfrana og mig langar eiginlega að þegar börnin koma inn á skólabókasafnið þá séu þau eiginlega að koma bara inn í ævintýralega bók strax,“ segir Dröfn. Ert þú sjálf jólabarn? „Ég er dálítið jólabarn sjálf. Það hlýtur eiginlega að vera,“ segir hún og bendir í kring um sig á vel skreytt jólabókahornið. „Þannig ég er farin að hlakka til jólanna.“ Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur reynir að gera safnið að ævintýralegum og spennandi stað fyrir krakkana.stöð 2 En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dröfn tekur sig til og skreytir safnið fyrir krakkana. Þannig má eiginlega segja að Dröfn hafi toppað sig fyrir hrekkjavökuna þar sem öllu var tjaldað til, meira að segja reykvél. Frá því á hrekkjavökunni. Dröfn lætur börnin draga bókaflokka til að velja sér bók úr - ef þeir þora.skólabókasafn Seljaskóla Ímyndunarafl Drafnar ýtir undir lestraráhuga barna Það leynir sér allavega ekki að krakkarnir eru hrifnir af Dröfn og hennar stórkostlegu skreytingum. Haldiði að þið lesið meira fyrir vikið? spyrjum við annan vinkvennahóp á safninu, þær Rannveigu, Kristínu, Stellu Björk og Aþenu. „Já, sérstaklega jólabækur,” segja þær. Vinkonurnar Rannveig, Kristín, Stella Björk og Aþena.stöð 2 „Mér finnst bara mjög gaman hvernig Dröfn er svona með ímyndunarafl og gerir alltaf svona á jóla og hrekkjavökunni. Þá skreytir hún mjög mikið og það er bara mjög gaman. Þá fær maður svona meiri áhuga á bókum,” segir Stella Björk. Og á meðan krakkarnir bíða spenntir eftir jólunum og telja niður dagana geta þeir drepið tímann með góðum jólabókalestri í snjóhúsinu í jólabókahorninu í Seljaskóla. Snjóhús úr eggjabökkum og huggulegur arinn við hliðina. Það er ekki leiðinlegt að lesa í þessu umhverfi.skólabókasafn seljaskóla
Jól Jólaskraut Grunnskólar Reykjavík Bókmenntir Söfn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira