Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 13:13 Lygar Donalds Trump um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör í fyrra leiddi til þess að æstur múgur réðst á bandaríska þinghúsið í janúar til að reyna stöðva staðfestingu úrslitanna. Vísir/Getty Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. Í skýrslu IDEA, sænskrar hugveitu um lýðræðismál, er farið yfir þróun í heiminum frá 2020 til 2021. Þar segir að Bandaríkin, sem hafi lengi verið talin höfuðvígi lýðræðis í heiminum, hafi orðið fórnarlamb gerræðishneigðar og hrapað niður listann yfir lýðræðisríki. Skýrsluhöfundar vísa til atburða sem áttu sér stað í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir telja að stoðlausar ásakanir hans um meint svik í forsetakosningunum í fyrra hafi verið sögulegur vendipunktur en hafi grafið undan trausti á kosningum. Þær hafi endað með árás æsts múgs stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar. Þeir telja jafnframt að aðfarir Trump hafi haft áhrif út fyrir landsteinana í Brasilíu, Mexíkó, Búrma og Perú meðal annars, að því er kemur fram í frétt Washington Post af skýrslunni. IDEA telur að eitt mesta áhyggjuefnið hnignun lýðræðis í stórum ríkjum eins og Brasilíu og Indlandi en einnig Evrópusambandsríkjum eins og Ungverjalandi, Póllandi og Slóveníu. „Heimurinn er að verða enn einræðissinnaðri eftir því sem ólýðræðislegar stjórnir verða enn forhertari í kúgun sinni og margar lýðræðislegar ríkisstjórnir verða fyrir hnignun með því að taka upp aðferðir þeirra við að takmarka tjáningarfrelsi og veikja réttarríkið,“ segir í skýrslunni. Ástandið hafi versnað enn vegna takmarkana í kórónuveirufaraldrinum. Þrefalt fleiri ríki stefni nú í átt að einræði eða valdboði en að lýðræði. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Í skýrslu IDEA, sænskrar hugveitu um lýðræðismál, er farið yfir þróun í heiminum frá 2020 til 2021. Þar segir að Bandaríkin, sem hafi lengi verið talin höfuðvígi lýðræðis í heiminum, hafi orðið fórnarlamb gerræðishneigðar og hrapað niður listann yfir lýðræðisríki. Skýrsluhöfundar vísa til atburða sem áttu sér stað í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir telja að stoðlausar ásakanir hans um meint svik í forsetakosningunum í fyrra hafi verið sögulegur vendipunktur en hafi grafið undan trausti á kosningum. Þær hafi endað með árás æsts múgs stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar. Þeir telja jafnframt að aðfarir Trump hafi haft áhrif út fyrir landsteinana í Brasilíu, Mexíkó, Búrma og Perú meðal annars, að því er kemur fram í frétt Washington Post af skýrslunni. IDEA telur að eitt mesta áhyggjuefnið hnignun lýðræðis í stórum ríkjum eins og Brasilíu og Indlandi en einnig Evrópusambandsríkjum eins og Ungverjalandi, Póllandi og Slóveníu. „Heimurinn er að verða enn einræðissinnaðri eftir því sem ólýðræðislegar stjórnir verða enn forhertari í kúgun sinni og margar lýðræðislegar ríkisstjórnir verða fyrir hnignun með því að taka upp aðferðir þeirra við að takmarka tjáningarfrelsi og veikja réttarríkið,“ segir í skýrslunni. Ástandið hafi versnað enn vegna takmarkana í kórónuveirufaraldrinum. Þrefalt fleiri ríki stefni nú í átt að einræði eða valdboði en að lýðræði.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira