Mikael Neville Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson voru í byrjunarliði AGF sem sótti FCK heim á Parken en Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson sátu allan tímann á varamannabekk FCK.
Lukas Lerager kom heimamönnum í forystu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og leit lengi út fyrir að það myndi reynast sigurmarkið í leiknum.
Gestirnir frá Árósum gáfust þó ekki upp og uppskáru jöfnunarmark þegar Patrick Mortensen skoraði úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Lokatölur 1-1.
Jón Dagur lék fyrstu 68 mínútur leiksins en Mikael lék allan leikinn á miðju AGF.