Erlent

Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Grímuklæddir mótmælendur í Austurríki.
Grímuklæddir mótmælendur í Austurríki. AP

Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld.

Mótmæli brutust út víða í Hollandi í gærkvöldi. Grímuklæddir mótmælendur kveiktu í hjólum í Haag og lögregla notaði kylfur og lögregluhunda til að reyna að sundra hópnum. Þá segir í frétt Breska ríkisútvarpsins að mótmælandi hafi kastað steini inn um glugga sjúkrabíls, sem var að flytja slasaðan einstakling á sjúkrahús.

Yfirvöld í Hollandi hafa sagt að neyðarástand ríki í borginni, en að minnsta kosti þrjátíu voru handteknir í mótmælunum í gærkvöldi. Þá slösuðust fimm lögreglumenn slösuðust í mótmælunum í það minnsta.

Miklar samkomutakmarkanir eru í landinu en þriggja vikna útgöngubann tók gildi í síðustu viku. Krám og veitingastöðum er gert að loka klukkan átta og fólk má ekki koma saman á íþróttaviðburðum.

Þá hafa yfirvöld í Austurríki tilkynnt að til standi að skylda fólk í bólusetningu en útgöngubann tók gildi þar í landi í síðustu viku.

Lögregla skaut á mótmælendur í Hollandi á föstudag og að minnsta kosti þrír eru slösuðust í aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Kominn tími til að ræða skyldu­bólu­setningar af al­vöru

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur gríðar­legar á­hyggjur af mikilli upp­sveiflu far­aldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðis­stjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta árs­fjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×