Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Snorri Másson skrifar 19. nóvember 2021 21:01 Meðalaldur barna sem sjá klám í fyrsta sinn er ellefu ára á Íslandi. Mörg eru yngri. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. Það þarf ekki mikla rannsóknarvinnu til að komast að því að hver sem er getur komist í klám. Áður fyrr einkum í tölvu en nú ekki síður í síma. Hver sem er getur prófað það; farið inn á hvaða klámsíðu sem er í símanum, og hann er eiginlega hvergi spurður um aldur. Óheft aðgengi að klámi í snjalltækjum er talið ein meginástæða þess að sprenging hefur orðið á klámnotkun ungra drengja á undanförnum árum. Meðalaldur hér á landi þegar börn sjá klám í fyrsta sinn er kominn niður í ellefu ára. Fjórðungur drengja er orðinn reglulegur neytandi að klámi í áttunda bekk en 65% eru orðnir klámneytendur í menntaskóla. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar að mati sérfræðinga. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Kynferðisbrot sem líkjast klámi Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir skýra tengingu á milli kynferðisbrota og kláms, ásamt því sem rannsóknir hafi sýnt að klámáhorf á unga aldri hafi skaðleg áhrif á taugakerfið, viðhorf og sannarlega kynsvörun ungmenna. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, vill takmarka aðgengi ungmenna að klámi verulega.Vísir/Getty „Þeir sem til dæmis vinna í kynferðisbrotamálum eru að lýsa því yfir að kynferðisbrot í dag eru gjarnan bara eins og handrit að klámmynd. Þar er aukning á til dæmis því að verið sé að kirkja fólk, niðurlægja fólk og beita ofbeldi, sem sást ekki í sama mæli áður,“ segir Kolbrún. Það verður því að grípa til einhverra ráða að mati Kolbrúnar, sem setti sig í samband við menntamálaráðuneytið í þessu skyni. Aðrar þjóðir eru þegar komnar vel á veg með að þróa rafrænar aldurskröfur á klám, eins og Bretland. Bankaauðkenni hafa þar komið til umræðu, eins og rafræn skilríki. „Það er auðvitað þannig að við erum fyrst og fremst að huga að öryggi barna. Við þurfum auðvitað að athuga nákvæmlega hvernig það lítur út varðandi lögin og annað slíkt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu. Ráðherra er einnig að líta til Norðurlandaráðs í þessum efnum, en þeim tilmælum hefur verið beint til norrænu ráðherranefndarinnar að löndin láti kanna hvaða möguleikar eru færir til að staðfesta aldur klámnotenda með einum eða öðrum hætti. Næsta skref væri að skipa starfshóp með fulltrúum dómsmálaráðuneytis, félags- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem myndi semja framkvæmdaáætlun um verkefnið. Klám er alltaf umdeilt Kolbrún telur að sátt þurfi að ríkja um þá leið sem verður farin - og ítrekar að hún eigi ekki að leiða til þess að fullorðnir þurfi að sanna á sér deili inni á klámsíðum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að næsti menntamálaráðherra, hvort sem það er hún eða annar, taki við keflinu í verkefninu. „Klám er alltaf umdeilt. En ég bið þá sem rjúka upp til handa og fóta og verða kannski reiðir yfir þessu að hugsa til þess að við erum að tala um börn. Ef þú ert tilbúinn að setjast niður með barninu þínu 12 ára og kveikja bara á PornHub og ræða við barnið þitt það sem gerist á skjánum, þá er það bara flott hjá þér. En ég held að fæstir foreldrar treysti sér í það og myndu jafnvel fá áfall ef þetta efni birtist á skjánum og barnið væri nálægt, af því að það vildi ekki að það sæi þetta. Af hverju er þá í lagi að barnið sé alltaf að horfa á þetta áður en það fer að sofa á kvöldin?“ spyr Kolbrún. Verkefni næsta ráðherra? Strangt til tekið er ólöglegt að sýna börnum yngri en 18 ára klám sama með hvaða hætti en löggjöfin í þessum efnum er talin úrelt og í litlum takt við stafrænan veruleika nútímans. Aðgengi barna að rafrænu klámefni er sagt hafa orðið margfalt auðveldara þegar spjaldtölvur og snjallsímar tóku við af heimilistölvunni og ekki hefur verið brugðist við því á afgerandi hátt. Þetta er enda flókið verkefni sem krefst samvinnu margra ráðuneyta, tæknifyrirtækja, skóla og foreldra auk pólitísks vilja - sem nú virðist vera fyrir hendi. Þar er þó til þess að taka að Lilja er fráfarandi ráðherra og í minnisblaði ráðuneytisins er „lagt til að kannað verði hvort vilji er til þess í nýrri ríkisstjórn að grípa til aðgerða gegn rafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi.“ Skoðað verði í því sambandi hvaða lagabreytingar þarf að gera og hvernig Ísland getur unnið að þessu verkefni á norrænum og alþjóðlegum vettvangi. Lilja Alfreðsdóttir vildi af fyrirsjáanlegum ástæðum ekki segja af eða á um það hvort hún héldi áfram í embætti mennta- og menningarmálaráðherra þegar ný ríkisstjórn tæki við. Sú á að vera kynnt í næstu viku. Skóla - og menntamál Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Netöryggi Klám Tengdar fréttir „Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. 1. nóvember 2021 10:30 Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. 26. október 2021 11:33 Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. 30. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Það þarf ekki mikla rannsóknarvinnu til að komast að því að hver sem er getur komist í klám. Áður fyrr einkum í tölvu en nú ekki síður í síma. Hver sem er getur prófað það; farið inn á hvaða klámsíðu sem er í símanum, og hann er eiginlega hvergi spurður um aldur. Óheft aðgengi að klámi í snjalltækjum er talið ein meginástæða þess að sprenging hefur orðið á klámnotkun ungra drengja á undanförnum árum. Meðalaldur hér á landi þegar börn sjá klám í fyrsta sinn er kominn niður í ellefu ára. Fjórðungur drengja er orðinn reglulegur neytandi að klámi í áttunda bekk en 65% eru orðnir klámneytendur í menntaskóla. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar að mati sérfræðinga. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Kynferðisbrot sem líkjast klámi Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir skýra tengingu á milli kynferðisbrota og kláms, ásamt því sem rannsóknir hafi sýnt að klámáhorf á unga aldri hafi skaðleg áhrif á taugakerfið, viðhorf og sannarlega kynsvörun ungmenna. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, vill takmarka aðgengi ungmenna að klámi verulega.Vísir/Getty „Þeir sem til dæmis vinna í kynferðisbrotamálum eru að lýsa því yfir að kynferðisbrot í dag eru gjarnan bara eins og handrit að klámmynd. Þar er aukning á til dæmis því að verið sé að kirkja fólk, niðurlægja fólk og beita ofbeldi, sem sást ekki í sama mæli áður,“ segir Kolbrún. Það verður því að grípa til einhverra ráða að mati Kolbrúnar, sem setti sig í samband við menntamálaráðuneytið í þessu skyni. Aðrar þjóðir eru þegar komnar vel á veg með að þróa rafrænar aldurskröfur á klám, eins og Bretland. Bankaauðkenni hafa þar komið til umræðu, eins og rafræn skilríki. „Það er auðvitað þannig að við erum fyrst og fremst að huga að öryggi barna. Við þurfum auðvitað að athuga nákvæmlega hvernig það lítur út varðandi lögin og annað slíkt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu. Ráðherra er einnig að líta til Norðurlandaráðs í þessum efnum, en þeim tilmælum hefur verið beint til norrænu ráðherranefndarinnar að löndin láti kanna hvaða möguleikar eru færir til að staðfesta aldur klámnotenda með einum eða öðrum hætti. Næsta skref væri að skipa starfshóp með fulltrúum dómsmálaráðuneytis, félags- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem myndi semja framkvæmdaáætlun um verkefnið. Klám er alltaf umdeilt Kolbrún telur að sátt þurfi að ríkja um þá leið sem verður farin - og ítrekar að hún eigi ekki að leiða til þess að fullorðnir þurfi að sanna á sér deili inni á klámsíðum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að næsti menntamálaráðherra, hvort sem það er hún eða annar, taki við keflinu í verkefninu. „Klám er alltaf umdeilt. En ég bið þá sem rjúka upp til handa og fóta og verða kannski reiðir yfir þessu að hugsa til þess að við erum að tala um börn. Ef þú ert tilbúinn að setjast niður með barninu þínu 12 ára og kveikja bara á PornHub og ræða við barnið þitt það sem gerist á skjánum, þá er það bara flott hjá þér. En ég held að fæstir foreldrar treysti sér í það og myndu jafnvel fá áfall ef þetta efni birtist á skjánum og barnið væri nálægt, af því að það vildi ekki að það sæi þetta. Af hverju er þá í lagi að barnið sé alltaf að horfa á þetta áður en það fer að sofa á kvöldin?“ spyr Kolbrún. Verkefni næsta ráðherra? Strangt til tekið er ólöglegt að sýna börnum yngri en 18 ára klám sama með hvaða hætti en löggjöfin í þessum efnum er talin úrelt og í litlum takt við stafrænan veruleika nútímans. Aðgengi barna að rafrænu klámefni er sagt hafa orðið margfalt auðveldara þegar spjaldtölvur og snjallsímar tóku við af heimilistölvunni og ekki hefur verið brugðist við því á afgerandi hátt. Þetta er enda flókið verkefni sem krefst samvinnu margra ráðuneyta, tæknifyrirtækja, skóla og foreldra auk pólitísks vilja - sem nú virðist vera fyrir hendi. Þar er þó til þess að taka að Lilja er fráfarandi ráðherra og í minnisblaði ráðuneytisins er „lagt til að kannað verði hvort vilji er til þess í nýrri ríkisstjórn að grípa til aðgerða gegn rafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi.“ Skoðað verði í því sambandi hvaða lagabreytingar þarf að gera og hvernig Ísland getur unnið að þessu verkefni á norrænum og alþjóðlegum vettvangi. Lilja Alfreðsdóttir vildi af fyrirsjáanlegum ástæðum ekki segja af eða á um það hvort hún héldi áfram í embætti mennta- og menningarmálaráðherra þegar ný ríkisstjórn tæki við. Sú á að vera kynnt í næstu viku.
Skóla - og menntamál Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Netöryggi Klám Tengdar fréttir „Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. 1. nóvember 2021 10:30 Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. 26. október 2021 11:33 Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. 30. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. 1. nóvember 2021 10:30
Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. 26. október 2021 11:33
Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. 30. ágúst 2021 18:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent