„Það hringir enginn með feita bitann“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2021 12:54 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Hann snýr nú aftur í bókaútgáfuna. Guðmundur Andri segir margs að sakna af vettvangi þingsins, og reyndar margs ekki, andrúmsloftið getur reynst býsna eitrað þar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað. „Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati. Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati.
Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira