Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2021 17:05 Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og dóttir Sigurjóns, tekur við rekstri safnsins ásamt Birgittu móður sinni. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns. Rekstrarfélagið Gríma ehf. mun annast rekstur og listræn störf á vegum safnsins. Þar með talinn daglegan rekstur svo sem undirbúning og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og eru eftir mörg þekkt útilistaverk og veggskreytingar, þar á meðal lágmyndir á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, Öndvegissúlurnar við Höfða, Íslandsmerkið á Hagatorgi og styttan af séra Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja listamannsins Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. „Það er fagnaðarefni að samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er kominn í höfn,“ segir Birgitta Spur. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur vikum að hún sæi eftir því að hafa gefið safnið til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ sagði Birgitta. En nú virðist lausn á málinu fundin. Heildarfjárhæð samningsins er 97,5 milljónir króna eða 19,5 milljónir króna árlega á samningstímanum sem nær til fimm ára. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar. Myndlist Reykjavík Söfn Menning Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Rekstrarfélagið Gríma ehf. mun annast rekstur og listræn störf á vegum safnsins. Þar með talinn daglegan rekstur svo sem undirbúning og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og eru eftir mörg þekkt útilistaverk og veggskreytingar, þar á meðal lágmyndir á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, Öndvegissúlurnar við Höfða, Íslandsmerkið á Hagatorgi og styttan af séra Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja listamannsins Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. „Það er fagnaðarefni að samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er kominn í höfn,“ segir Birgitta Spur. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur vikum að hún sæi eftir því að hafa gefið safnið til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ sagði Birgitta. En nú virðist lausn á málinu fundin. Heildarfjárhæð samningsins er 97,5 milljónir króna eða 19,5 milljónir króna árlega á samningstímanum sem nær til fimm ára. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar.
Myndlist Reykjavík Söfn Menning Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira