Tuskubeljan Cowie skilaði sér heim til London frá Vík Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 21:00 Perluvinkonurnar Hattie og Cowie hafa verið sameinaðar á ný. Richard Sains/Áhöfn Play Bretinn Richard Sains kann Íslendingum bestu þakkir fyrir að hafa komið hinni heittelskuðu Cowie aftur í faðm eiganda síns, Hattie. Tuskubeljan Cowie varð eftir á tjaldsvæði í Vík í Mýrdal þegar Hattie var á íslandsferðalagi ásamt fjölskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt var Hattie með böggum hildar yfir aðskilnaðinum en sökum þéttrar dagskrár gat fjölskyldan ekki nálgast Cowie. Fjölskyldufaðirinn lagði mikið á sig í viðleitni sinni til að endurheimta Cowie en allar tilraunir hans til að sameina Hattie og Cowie mistókust. Hann fór meira að segja svo langt að ráða sendil til að sækja Cowie. Sá lét reyndar aldrei sjá sig. Cowie skoðaði meðal annars Kvernufoss á leið sinni til Reykjavíkur frá Vík.Óðinn Yngvason Nokkrir mánuðir eru síðan Cowie gleymdist í Vík en þegar Hattie var í uppnámi þegar kom að háttatíma síðasta mánudagskvöld ákvað Richard að gera eina lokatilraun. Hann reyndi á mátt samfélagsmiðla og setti færslu á Facebook-síðuna Travel Iceland. Hann segist ekki hafa búist við miklu en að strax daginn eftir hafi mikill fjöldi fólks boðið honum aðstoð. Óðinn Yngvason ferjaði Cowie frá Vík til Reykjavíkur þar sem Halldór Ingvason tók við henni og veitti henni fylgd til London. Óðinn (t.v.) afhenti Halldóri Cowie á bensínstöð í Reykjavík. Við tók viðburðarík flugferð þar sem áhöfn flugvélar Play tók vel á móti Cowie. Til að mynda fékk hún að líta inn í flugstjórnarklefann. Harla ólíklegt er að Cowie dreymi um að verða flugstjóri.Áhöfn Play Þremur dögum eftir að Richard auglýsti eftir Cowie fékk hann hana afhenta á öldurhúsi í London. Hattie dóttir hans var hin glaðasta þegar hún vaknaði daginn eftir með Cowie sér við hlið. Richard segir málið skína jákvæðu ljósi á það hvernig samfélagsmiðlar geti tengt fólk um allan heim saman. Hann kann öllum á Travel Iceland hópnum, og sér í lagi þeim Óðni og Halldóri, bestu þakkir fyrir og lofar að heimsækja Ísland aftur í bráð. Bretland Ferðamennska á Íslandi Krakkar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Tuskubeljan Cowie varð eftir á tjaldsvæði í Vík í Mýrdal þegar Hattie var á íslandsferðalagi ásamt fjölskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt var Hattie með böggum hildar yfir aðskilnaðinum en sökum þéttrar dagskrár gat fjölskyldan ekki nálgast Cowie. Fjölskyldufaðirinn lagði mikið á sig í viðleitni sinni til að endurheimta Cowie en allar tilraunir hans til að sameina Hattie og Cowie mistókust. Hann fór meira að segja svo langt að ráða sendil til að sækja Cowie. Sá lét reyndar aldrei sjá sig. Cowie skoðaði meðal annars Kvernufoss á leið sinni til Reykjavíkur frá Vík.Óðinn Yngvason Nokkrir mánuðir eru síðan Cowie gleymdist í Vík en þegar Hattie var í uppnámi þegar kom að háttatíma síðasta mánudagskvöld ákvað Richard að gera eina lokatilraun. Hann reyndi á mátt samfélagsmiðla og setti færslu á Facebook-síðuna Travel Iceland. Hann segist ekki hafa búist við miklu en að strax daginn eftir hafi mikill fjöldi fólks boðið honum aðstoð. Óðinn Yngvason ferjaði Cowie frá Vík til Reykjavíkur þar sem Halldór Ingvason tók við henni og veitti henni fylgd til London. Óðinn (t.v.) afhenti Halldóri Cowie á bensínstöð í Reykjavík. Við tók viðburðarík flugferð þar sem áhöfn flugvélar Play tók vel á móti Cowie. Til að mynda fékk hún að líta inn í flugstjórnarklefann. Harla ólíklegt er að Cowie dreymi um að verða flugstjóri.Áhöfn Play Þremur dögum eftir að Richard auglýsti eftir Cowie fékk hann hana afhenta á öldurhúsi í London. Hattie dóttir hans var hin glaðasta þegar hún vaknaði daginn eftir með Cowie sér við hlið. Richard segir málið skína jákvæðu ljósi á það hvernig samfélagsmiðlar geti tengt fólk um allan heim saman. Hann kann öllum á Travel Iceland hópnum, og sér í lagi þeim Óðni og Halldóri, bestu þakkir fyrir og lofar að heimsækja Ísland aftur í bráð.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Krakkar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira