Fann aukin lífsgæði í áfengislausum lífsstíl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. nóvember 2021 07:00 Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Þór Jóhannsson. Aðsent „Ég hef alltaf fundið hvað áfengi fer ekkert sérstaklega vel í mig,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir þjálfari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Normið. „Ég fer alveg vel með það en ég finn að það fer í taugakerfið á mér, “ útskýrir Sylvía um ástæðu þess að hún velur að drekka ekki áfengi. „Ég finn líka að ég næ ekki að vera upp á tíu í því sem ég er að gera og ég er metnaðargjörn. Mig langar að vera upp á tíu í vinnu, skóla, börnunum mínum, vinum, fjölskyldu og öðru. Ég vil ekki að áfengi taki svona mikinn toll af mér.“ Sylvía er markþjálfi og Dale Carnegie þjálfari en er einnig að flytja inn heilsutengdar vörur, meðal annars áfengislausa drykki. „Ég hef alltaf drukkið ótrúlega lítið frá því ég byrjaði að drekka áfengi, jú ég tók alveg unglingaskeið þar sem maður fékk sér aðeins meira og fór á djammið,“ segir Sylvía og hlær. Þarf alltaf að vera vín? Sylvía flytur meðal annars inn drykki sem kallast Töst ásamt eiginmanni sínum Emil Þór Jóhannsson. „Við Emmi drekkum lítið bæði og svo fundum við þetta merki sem er hundrað prósent náttúrulegt freyðandi hvítt te.“ Sylvía segir að Emmi hafi fyrst fundið merkið þegar hann leitaði á netinu að flottu brandi með áfengislausa drykki. „Þetta er ört vaxandi brand sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Töst flöskurnar eru seldar í verslunum eins og Krónunni þar sem má nú finna heilu hillurnar undirlagðar áfengislausum bjórum og víni. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífsstíl. Segir Sylvía að það sé frábært að taka þátt í því að auka úrvalið hér á landi fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða drekka lítið af því. „Ég hef aldrei farið í meðferð og hef aldrei átt við vandamál tengt áfengi. Það er svo fyndið að þá finnst fólki oft skrítið að ég kýs að fá mér óáfengt. Mig langar svo að opna hausinn á fólki fyrir því að það þarf ekki alltaf að vera áfengi.“ Sylvía og Emil drekka sjaldan og vildu því prófa að flytja inn áfengislaust vín. Viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Skilur ekki spurningaflóðið Hún segir að oft sé þetta vani hjá fólki, en það ætti samt að vera sjálfsagt að drekka stundum óáfengt vín eða óáfengan bjór inn á milli eða jafnvel drekka bara einstaka sinnum áfengi, án þess að það sé eitthvað tiltökumál. „Af hverju má fólk ekki drekka rauðvín með góðri pítsu og drekka svo ekki áfengi í heilt ár, án þess að þurfa að útskýra það fyrir fólki? Af hverju er verið að spyrja yfir höfuð? Ég vil að við hættum að spyrja svona mikið út í þetta.“ Ertu ekki að drekka? Af hverju ertu ekki að drekka? „Ég vildi óska að þessar spurningar myndu fara út, því fólk er bara að gera það sem þeim langar að gera.“ Góður drykkur í fallegu glasi Algengur misskilningur sé að fólk skemmti sér ekki jafn vel á viðburðum eða við ákveðin tilefni ef það drekkur ekki áfengi á meðan. „Ég er sjálf ótrúlega hress en er örugglega hressust þegar ég er ekki að drekka. Þessi óáfengi lífsstíll er frábær.“ Sylvía segir að sjálf vilji hún oft skála fyrir einhverju eða einfaldlega drekka freyðivín í heitu baði, þá velji hún nánast alltaf óáfengan drykk líkt og Töst. Það var líka ástæðan fyrir því að hún fór fyrst út í það að flytja inn óáfengt freyðivín. „Fólk er oft að gera vel við sig með drykk og það er bara frábært. Mér finnst líka svo gaman að geta verið með góðan drykk og jafnvel í fallegu glasi, vera ekki bara með Kristalinn þegar ég fer út.“ Aukin lífsgæði Það kom þeim skemmtilega á óvart að fólk virðist mikið kaupa drykkina þeirra fyrir brunch mímósur. Hún segir að þetta sé líka reglulega keypt fyrir viðburði eins og barnasturtur (e.babyshowers). „Svo eru margir duglegir við að prófa sig áfram með að gera góða kokteila með þessu. Það er hægt að gera Mojito og alls konar kokteila. Veitingastaðurinn Monkeys er til dæmis kominn með kokteila á matseðilinn sinn sem innihalda Töst.“ Sylvía segir að hún kunni að meta allt við áfengislausan lífsstíl „Maður græðir ekki bara auka daga í vikuna heldur græðir maður ákveðin lífsgæði yfir hvern einasta dag. Þú ert ekki slenaður, þú ert ekki með stress yfir verkefnum sem þú værir vanalega ekki stressaður yfir. Maður er laus við alls konar svona hluti og nær að vera meira á staðnum með fólkinu sínu, í vinnunni og í öllu sem maður er að gera.“ Áfengi og tóbak Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég fer alveg vel með það en ég finn að það fer í taugakerfið á mér, “ útskýrir Sylvía um ástæðu þess að hún velur að drekka ekki áfengi. „Ég finn líka að ég næ ekki að vera upp á tíu í því sem ég er að gera og ég er metnaðargjörn. Mig langar að vera upp á tíu í vinnu, skóla, börnunum mínum, vinum, fjölskyldu og öðru. Ég vil ekki að áfengi taki svona mikinn toll af mér.“ Sylvía er markþjálfi og Dale Carnegie þjálfari en er einnig að flytja inn heilsutengdar vörur, meðal annars áfengislausa drykki. „Ég hef alltaf drukkið ótrúlega lítið frá því ég byrjaði að drekka áfengi, jú ég tók alveg unglingaskeið þar sem maður fékk sér aðeins meira og fór á djammið,“ segir Sylvía og hlær. Þarf alltaf að vera vín? Sylvía flytur meðal annars inn drykki sem kallast Töst ásamt eiginmanni sínum Emil Þór Jóhannsson. „Við Emmi drekkum lítið bæði og svo fundum við þetta merki sem er hundrað prósent náttúrulegt freyðandi hvítt te.“ Sylvía segir að Emmi hafi fyrst fundið merkið þegar hann leitaði á netinu að flottu brandi með áfengislausa drykki. „Þetta er ört vaxandi brand sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Töst flöskurnar eru seldar í verslunum eins og Krónunni þar sem má nú finna heilu hillurnar undirlagðar áfengislausum bjórum og víni. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífsstíl. Segir Sylvía að það sé frábært að taka þátt í því að auka úrvalið hér á landi fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða drekka lítið af því. „Ég hef aldrei farið í meðferð og hef aldrei átt við vandamál tengt áfengi. Það er svo fyndið að þá finnst fólki oft skrítið að ég kýs að fá mér óáfengt. Mig langar svo að opna hausinn á fólki fyrir því að það þarf ekki alltaf að vera áfengi.“ Sylvía og Emil drekka sjaldan og vildu því prófa að flytja inn áfengislaust vín. Viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Skilur ekki spurningaflóðið Hún segir að oft sé þetta vani hjá fólki, en það ætti samt að vera sjálfsagt að drekka stundum óáfengt vín eða óáfengan bjór inn á milli eða jafnvel drekka bara einstaka sinnum áfengi, án þess að það sé eitthvað tiltökumál. „Af hverju má fólk ekki drekka rauðvín með góðri pítsu og drekka svo ekki áfengi í heilt ár, án þess að þurfa að útskýra það fyrir fólki? Af hverju er verið að spyrja yfir höfuð? Ég vil að við hættum að spyrja svona mikið út í þetta.“ Ertu ekki að drekka? Af hverju ertu ekki að drekka? „Ég vildi óska að þessar spurningar myndu fara út, því fólk er bara að gera það sem þeim langar að gera.“ Góður drykkur í fallegu glasi Algengur misskilningur sé að fólk skemmti sér ekki jafn vel á viðburðum eða við ákveðin tilefni ef það drekkur ekki áfengi á meðan. „Ég er sjálf ótrúlega hress en er örugglega hressust þegar ég er ekki að drekka. Þessi óáfengi lífsstíll er frábær.“ Sylvía segir að sjálf vilji hún oft skála fyrir einhverju eða einfaldlega drekka freyðivín í heitu baði, þá velji hún nánast alltaf óáfengan drykk líkt og Töst. Það var líka ástæðan fyrir því að hún fór fyrst út í það að flytja inn óáfengt freyðivín. „Fólk er oft að gera vel við sig með drykk og það er bara frábært. Mér finnst líka svo gaman að geta verið með góðan drykk og jafnvel í fallegu glasi, vera ekki bara með Kristalinn þegar ég fer út.“ Aukin lífsgæði Það kom þeim skemmtilega á óvart að fólk virðist mikið kaupa drykkina þeirra fyrir brunch mímósur. Hún segir að þetta sé líka reglulega keypt fyrir viðburði eins og barnasturtur (e.babyshowers). „Svo eru margir duglegir við að prófa sig áfram með að gera góða kokteila með þessu. Það er hægt að gera Mojito og alls konar kokteila. Veitingastaðurinn Monkeys er til dæmis kominn með kokteila á matseðilinn sinn sem innihalda Töst.“ Sylvía segir að hún kunni að meta allt við áfengislausan lífsstíl „Maður græðir ekki bara auka daga í vikuna heldur græðir maður ákveðin lífsgæði yfir hvern einasta dag. Þú ert ekki slenaður, þú ert ekki með stress yfir verkefnum sem þú værir vanalega ekki stressaður yfir. Maður er laus við alls konar svona hluti og nær að vera meira á staðnum með fólkinu sínu, í vinnunni og í öllu sem maður er að gera.“
Áfengi og tóbak Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið