Enn ekki hægt að skera úr um hvort G-bletturinn sé til eða ekki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 17:02 Vísindavefurinn reynir að svara spurningum lesenda um G-blettinn. Getty Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um G-blettinn. Eldra svar um rauða blettinn á Júpíter hefur ekki þótt duga og heldur ekki nýlegt svar um G-ið í G-mjólk. Því var ákveðið að gera nýtt svar á Vísindavefnum, Í svarinu er leitast við því að svara spurningunum „Hvar er G-bletturinn?“ og „Er sannað að G-bletturinn sé til?“ Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg. „Hann skrifaði fyrstur um næmt svæði á framvegg legganganna árið 1950 sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna samkvæmt rannsóknarniðurstöðum hans. Hann var í raun að rannsaka hvaða hlutverk þvagrásin hefði, ef einhver, í fullnægingum kvenna þegar hann komst að þessari niðurstöðu,“ segir í svari Áslaugar Kjristjánsdóttur kynfræðings. „Þremur áratugum síðar, í kjölfar rannsókna sinna á tengslum grindarbotnsæfinga og fullnæginga kvenna, nefndu Dr. John Perry og Dr. Beverly Whipple þetta svæði G-blettinn til heiðurs Dr. Gräfenberg. Þau kváðust hafa fundið G-blettinn í öllum þeim 400 konum sem þau skoðuðu. Upp frá þeim tíma varð G-bletturinn þekkt fyrirbæri í hugum flestra vegna fjölmiðlaumfjöllunar um niðurstöður rannsókna þeirra. En á sama tíma og almenningur gengur nú út frá því sem vísu að G-bletturinn sé til, hafa vísindamenn keppst við að annað hvort sanna eða afsanna tilveru G-blettsins.“ Mynd frá VísindavefnumSkjáskot Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, og liggur meðfram þvagrásinni. „Til þess að finna hann og örva er fingur settur inn í leggöng og fingurgómur vísar fram. Svo er fingur hreyfður eins og verið sé að lokka eitthvað til sín, sé vilji til þess að örva blettinn. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á G-blettinum hafa bæði sýnt fram á að hann sé sérstakt svæði út frá líffærafræði og að hann sé það ekki. Fyrri rannsóknin studdist við niðurstöður úr krufningu á einni konu. Höfundur heldur því fram að G-bletturinn sé sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Hann lýsir G-blettinum nákvæmlega og birtir myndir máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar voru þó hvorki í samræmi við fyrri lýsingar á staðsetningu eða vefjafræðilegri samsetningu blettsins. “ Nýrri rannsókn þar sem 13 konur voru krufnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri til staðar sérstakt svæði í leggöngum kvennanna sem væri í samræmi við fyrri lýsingar á G-blettinum. „Höfundarnir taka þó fram að þrátt fyrir að þeim tókst ekki að sanna líffærafræðilega að G-bletturinn sé til, geta þeir ekki heldur afsannað það á vefjafræðilegum grunni. Það að þeir hafi ekki séð G-blettinn með berum augum sannar sem sagt ekki að hann sé ekki til. Enn vantar smásjárrannsóknir sem sýna fram á að hann sé ekki til.Þar til við fáum frekari upplýsingar sem geta afsannað með óyggjandi hætti að G-bletturinn sé ekki til hafa fræðimenn lagt til nýtt sjónarhorn á fyrirbærið. Svæðið þar sem áður hefur verið lýst sem G-bletti liggur á skurðpunkti þar sem bakhluti snípsins og þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Þessi blettur, sem lýst hefur verið sem örvunarsvæði innan legganganna sem mögulega hefur áhrif á fullnægingar, er talin vera snertiflötur ólíkra líffæra sem öll eiga einhvern þátt í kynferðislegri örvun og fullnægingum. “ Samkvæmt þessari nýju sýn á málið er þetta svæði hins vegar ekki sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Rannsakendur hafa komist að því að í besta falli séu niðurstöður rannsókna á tilvist G-blettsins ófullnægjandi og skeri ekki úr um tilvist hans samkvæmt svari Vísindavefsins. „Jafnvel þó að margar rannsóknir hafi fundið G-blettinn eru þær ekki samhljóða um hvernig hann nákvæmlega er, hvar hann sé staðsettur eða hvert eðli hans er. Sú athygli sem G-bletturinn hefur fengið er kærkomin því hún hefur varpað ljósi á það hversu litla athygli líffærafræði kvenkynfæra hefur fengið í rannsóknum. Því er staðan enn sú, rúmum 70 árum eftir að fyrirbærinu var fyrst lýst, að frekari rannsókna er þörf til þess að fá úr því skorið hvort G-bletturinn sé til eða ekki.“ Frekari upplýsingar og heimildalista má finna á Vísindavefnum. Heilsa Kvenheilsa Kynlíf Vísindi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Í svarinu er leitast við því að svara spurningunum „Hvar er G-bletturinn?“ og „Er sannað að G-bletturinn sé til?“ Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg. „Hann skrifaði fyrstur um næmt svæði á framvegg legganganna árið 1950 sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna samkvæmt rannsóknarniðurstöðum hans. Hann var í raun að rannsaka hvaða hlutverk þvagrásin hefði, ef einhver, í fullnægingum kvenna þegar hann komst að þessari niðurstöðu,“ segir í svari Áslaugar Kjristjánsdóttur kynfræðings. „Þremur áratugum síðar, í kjölfar rannsókna sinna á tengslum grindarbotnsæfinga og fullnæginga kvenna, nefndu Dr. John Perry og Dr. Beverly Whipple þetta svæði G-blettinn til heiðurs Dr. Gräfenberg. Þau kváðust hafa fundið G-blettinn í öllum þeim 400 konum sem þau skoðuðu. Upp frá þeim tíma varð G-bletturinn þekkt fyrirbæri í hugum flestra vegna fjölmiðlaumfjöllunar um niðurstöður rannsókna þeirra. En á sama tíma og almenningur gengur nú út frá því sem vísu að G-bletturinn sé til, hafa vísindamenn keppst við að annað hvort sanna eða afsanna tilveru G-blettsins.“ Mynd frá VísindavefnumSkjáskot Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, og liggur meðfram þvagrásinni. „Til þess að finna hann og örva er fingur settur inn í leggöng og fingurgómur vísar fram. Svo er fingur hreyfður eins og verið sé að lokka eitthvað til sín, sé vilji til þess að örva blettinn. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á G-blettinum hafa bæði sýnt fram á að hann sé sérstakt svæði út frá líffærafræði og að hann sé það ekki. Fyrri rannsóknin studdist við niðurstöður úr krufningu á einni konu. Höfundur heldur því fram að G-bletturinn sé sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Hann lýsir G-blettinum nákvæmlega og birtir myndir máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar voru þó hvorki í samræmi við fyrri lýsingar á staðsetningu eða vefjafræðilegri samsetningu blettsins. “ Nýrri rannsókn þar sem 13 konur voru krufnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri til staðar sérstakt svæði í leggöngum kvennanna sem væri í samræmi við fyrri lýsingar á G-blettinum. „Höfundarnir taka þó fram að þrátt fyrir að þeim tókst ekki að sanna líffærafræðilega að G-bletturinn sé til, geta þeir ekki heldur afsannað það á vefjafræðilegum grunni. Það að þeir hafi ekki séð G-blettinn með berum augum sannar sem sagt ekki að hann sé ekki til. Enn vantar smásjárrannsóknir sem sýna fram á að hann sé ekki til.Þar til við fáum frekari upplýsingar sem geta afsannað með óyggjandi hætti að G-bletturinn sé ekki til hafa fræðimenn lagt til nýtt sjónarhorn á fyrirbærið. Svæðið þar sem áður hefur verið lýst sem G-bletti liggur á skurðpunkti þar sem bakhluti snípsins og þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Þessi blettur, sem lýst hefur verið sem örvunarsvæði innan legganganna sem mögulega hefur áhrif á fullnægingar, er talin vera snertiflötur ólíkra líffæra sem öll eiga einhvern þátt í kynferðislegri örvun og fullnægingum. “ Samkvæmt þessari nýju sýn á málið er þetta svæði hins vegar ekki sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Rannsakendur hafa komist að því að í besta falli séu niðurstöður rannsókna á tilvist G-blettsins ófullnægjandi og skeri ekki úr um tilvist hans samkvæmt svari Vísindavefsins. „Jafnvel þó að margar rannsóknir hafi fundið G-blettinn eru þær ekki samhljóða um hvernig hann nákvæmlega er, hvar hann sé staðsettur eða hvert eðli hans er. Sú athygli sem G-bletturinn hefur fengið er kærkomin því hún hefur varpað ljósi á það hversu litla athygli líffærafræði kvenkynfæra hefur fengið í rannsóknum. Því er staðan enn sú, rúmum 70 árum eftir að fyrirbærinu var fyrst lýst, að frekari rannsókna er þörf til þess að fá úr því skorið hvort G-bletturinn sé til eða ekki.“ Frekari upplýsingar og heimildalista má finna á Vísindavefnum.
Heilsa Kvenheilsa Kynlíf Vísindi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira