Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 10:54 Frá geimskotinu í Flórída í nótt. AP/Chris O'Meara Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. Til stóð að skjóta geimförunum til geimstöðvarinnar í síðasta mánuði en geimskotinu var ítrekað frestað vegna veðurs. Notast var við Falcon 9 eldflaug SpaceX til að skjóta geimförunum á loft. Þrír geimfaranna eru á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og einn á vegum Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA). Frá Bandaríkjunum eru þau Raja Chari, Tom Marshburn og Kayla Barron. Matthias Maurer verður á vegum ESA. Þetta er fyrsta geimferð þeirra Chari, Barron og Mauer og með þeim þremur eru þeir sem hafa farið út í geim orðnir sex hundruð á þeim sextíu árum síðan fyrsta geimfaranum var skotið á loft. Samkvæmt frétt Guardian er það Mauer sem fær þann titil formlega. Þetta er í þriðja sinn sem Marshburn fer út í geim. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu að geimstöðinni á Youtube-síðu NASA. Með geimförunum um borð í Crew Dragon geimfarinu eru byrgðir og rannsóknarbúnaður sem þeir munu nota á næstu mánuðum. Flestar rannsóknirnar sem geimfararnir munu vinna að snúa að því að kanna áhrif geimferða á mannslíkamann og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum. Sjá einnig: Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Nú eru þrír geimfarar um borð í geimstöðinni, þeir Anton Shkaplerov, Mark Vande Hei og Pyotr Dubrov. Liftoff! pic.twitter.com/P2H0r0VaES— SpaceX (@SpaceX) November 11, 2021 Bandaríkin Geimurinn Þýskaland Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Til stóð að skjóta geimförunum til geimstöðvarinnar í síðasta mánuði en geimskotinu var ítrekað frestað vegna veðurs. Notast var við Falcon 9 eldflaug SpaceX til að skjóta geimförunum á loft. Þrír geimfaranna eru á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og einn á vegum Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA). Frá Bandaríkjunum eru þau Raja Chari, Tom Marshburn og Kayla Barron. Matthias Maurer verður á vegum ESA. Þetta er fyrsta geimferð þeirra Chari, Barron og Mauer og með þeim þremur eru þeir sem hafa farið út í geim orðnir sex hundruð á þeim sextíu árum síðan fyrsta geimfaranum var skotið á loft. Samkvæmt frétt Guardian er það Mauer sem fær þann titil formlega. Þetta er í þriðja sinn sem Marshburn fer út í geim. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu að geimstöðinni á Youtube-síðu NASA. Með geimförunum um borð í Crew Dragon geimfarinu eru byrgðir og rannsóknarbúnaður sem þeir munu nota á næstu mánuðum. Flestar rannsóknirnar sem geimfararnir munu vinna að snúa að því að kanna áhrif geimferða á mannslíkamann og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum. Sjá einnig: Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Nú eru þrír geimfarar um borð í geimstöðinni, þeir Anton Shkaplerov, Mark Vande Hei og Pyotr Dubrov. Liftoff! pic.twitter.com/P2H0r0VaES— SpaceX (@SpaceX) November 11, 2021
Bandaríkin Geimurinn Þýskaland Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent