Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Viktor Örn Ásgeirsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. nóvember 2021 08:01 Arnór hefur gegnt embætti forstjóra Menntamálastofnunar frá stofnun hennar, árið 2015. Hann var endurskipaður af menntamálaráðherra í fyrra fram til ársins, 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent