Íslendingar eignast stórmeistara í bridge Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 22:29 Hjördís hefur farið um heim allan og keppt í Bridge. Þarna er hún stödd á Bali á heimsmeistaramótinu 2013. Hún náði nýverið stórmeistaratitli í íþróttinni, fyrst Íslendinga. World Bridge Federation Hjördís Eyþórsdóttir, sem hefur verið atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum síðastliðin 28 ár, náði stórmeistaratitli kvenna i síðustu viku (Women World Grand Master). Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna. Bridge Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira
Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna.
Bridge Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira